Eimreiðin - 01.04.1938, Qupperneq 56
176
MAURILDI
eimrbiðiN
til þess að reka sig ekki upp undir. Úti við læk stóð fólkið og
þvoði klæði sín og hendur. Sigga og Gúsli höfðu dregið sig út
úr að aflokinni opinberuninni, og fólkinu fanst það ekki nema
eðlilegt. Ofan af ísloftinu kom Gunnar snöggklæddur, nieð
treyjuna undir hendinni og strauk rennsveitt hárið frá enn-
inu. Hann rétti úr sér og litaðist um. Honum var undarlega o-
rótt innanbrjósts. Stúlkan, sem hafði valdið honum svo mikilla
heilabrota þetta kvöld, hvarf honum ekki úr huga. Og þarna
stóð hún niðri á bryggjunni og var að losa einn Vogs-bátinn-
Hann gat ekki vel gert sér grein fyrir hvernig það atvikaðist.
en áður en hann vissi af var hann við hlið hennar og sagði
lágt og næstum biðjandi: „Getum við ekki orðið samferða a
bátnum þeim arna út að Vogi?“ Hann iðraði orðanna undn
eins og þau voru sögð, varð vandræðalegur og leit undan. En
stúlkan hara brosti og stökk ofan í bátinn. Hann fylgdi dæ1111
hennar, og nokkur sterkleg áratog fleyttu þeim langt út á víE
og skildu el'tir langa, glitrandi rálc á sléttum firðinum.
Ástin er áköfust og sterkust, þegar henni lýstur niður eins
og leiftri í hjörtu mannanna, svo að hún kveikir þar glóð, sen1
glitrar og sindrar eins og neistarnir af árablöðum, sein dyfi^
er í húmdökt, spegilslétt hafið um síðsumarnótt.
„Er þér batnað í hendinni?" sagði stúlkan og horfði svörtu
augunum á Gunnar, þar sem hann sat á þóftunni og hvíldisf
fram á árarnar. Hún sat í skutnum, teygði úr likamanuin °»
smeygði höndunum i vasana á svuntunni sinni.
Gunnar virtist ekki taka eftir þvi, sem hún sagði. Hann ';lf
með játningu á vörunum, sem fylti gersamlega allan hug hanS'
„Það var ekki Siggu vegna, sem ég kom því til leiðar, a®
hún og Ágúst birtu trúlofun sina í kvöld, og þó ætlaði ham1
að bregðast heiti sínu við hana, ef ég hefði ekki gripið í taum
ana. Það sá ég á öllu.“ Gunnar talaði í lágum hljóðum og f1111
ótt á.
„Nú, svo það varst þú, sem stóðst fyrir þessu með þau Sigr.1
og Ágúst í kvöld?“
„Já, mér er reyndar ant um Siggu, hún er gömul leiksyst11
mín og við erum náskyld, og ég vissi að henni leið illa af
að Ágúst hefur — hefur verið á röndum eftir þér. Mer
þá lika enn ver, því ég vildi ekki hafa að hann gerði ser
leið
r da’lt