Eimreiðin - 01.04.1938, Síða 85
E,MMíiÐin
GLASIR
205
fróðlegt, og óhætt að segja það fyrir, að það mun hafa hinar
stórkostlegustu afleiðingar fyrir lífið hér á jörðu að kunna
skil 0g tök á slílcum náttúruviðburðum, enda hefur verið
^ikið um það ritað, hvað það mundi þýða að geta fært sér
f nyt orku ódeilisins (atómsins), þó að ekki hafi þetta verið
rnkið, eins og hér er gert, til þeirra hluta sem flestir, er á þá
trúa, hafa talið yfirnáttúrlega, en aðrir ímyndanir einar og
hégiljur, þó að þeir séu í raun réttri alveg eins eðlilegir og
skipulegir eða svonefndum náttúrulögmálum háðir einsog það,
Seni hin allravísindalegustu vísindi hafa náð til ennþá.
Ruhr kolahjeraðið.
Eftir Philipp Witkop.
Úr þúsund strompum stígur svæla dökk
og slyttingslega hangir lofti í, —
lyppast svo niður óhreint skuggaský,
en skógur, — bygð er hulin þessum mökk.-----
Hann flytur með sér stóran, dimman dauða
í daggarstað, er sótið hrynur á
blómin og laufin föl og feigðargrá. — —
í fýlu mókir landið gleðisnauða. —
Ó, vitið þið hve oft í ungum draumi
um eina skógarhríslu’ eg grátinn bað,
um hreinan blett hjá hreinum, tærum straumi,
um hreinan blæ — en synjað var um það.------
I>að bar mér þrá frá björtum sólardegi
og blómailm frá vorsins æskuleik
hið visna kjarr, er kræklótt stóð með vegi
og kvaldist upp í sóti og fúlum revk.
Þið skiljið ei — og skilið aldrei getið
þá skemd og sálarkvöl, ér mér það bjó
frá fyrstu æsku. — — Ei það verður metið,
sem í mér við það skrælnaði og dó.---
Reykur og eimur alt í kring um mig
úr ótal strompum gaus í logni þungur. —
— Mín æskusveit, ég hata, hata þig
af heilu brjósti frá því ég var ungurl
Þórir Bergsson þýddi.