Eimreiðin - 01.04.1938, Qupperneq 88
208
MIIÍLABÆJAR-SÓLVEIG
eimreiðin
Fylgdarmaður: Þegar hesturinn datt ofan í.
Sr. Oddur: En þá hefði ég lent í vökinni.
Fylgdarmaður: Manstu hvort þú sást nokkuð í vökinni.
annað en hestinn?
Sr. Oddur (hugsar sig um): Jú, ég sá mann, sem hvari
innundir ísinn. (Pögn.) Nei, það getur ekki verið. Ég hef bara
séð ofsjónir.
Fglgdarmaður: Hversvegna gat það ekki verið?
Sr. Oddur: Af því að ég fylgdist með honum niður i vatnið
og innundir ísinn, en svo skildi ég við hann og komst upp UI"
Ef þetta hefði átt sér stað, þá varð ég að synda móti straumn-
um að vökinni aftur til þess að komast upp úr. Eg er ekki
syndur, og þó að ég hefði verið syndur sem selur, þá hefði eg
íddrei komist það. Þar að auki man ég, að ég reyndi ekkert
til þess, ég fór bara . ..
Fglgdarmaður: . . . upp um ísinn.
Sr. Oddur: Mig hefur dreymt þetta.
Fglgdarmaður: Hvað varð af hinum manninum?
Sr. Oddur: Ég veit það ekki. Hann hvarf.
Fglgdarmaður: Var hann lífs eða liðinn?
Sr. Oddur: Hann var liðið lík, þegar ég skildi við hann-
Fglgdarmaður: Hugsaðu þig vel um, og segðu mér svo hvei
þessi maður var. (Þögn.)
Sr. Oddur (skelfdur): Það var — það var ég sjálfur!
Fglgdarmaður: Já, það var líkami þinn, séra Oddur. Sjálóu
ertu hér.
Sr. Oddur: Ef þetta hefur verið líkami minn, sem ég sa’
þá ætti ég að vera dáinn. En nú er ég lifandi.
Fglgdarmaður: Já, þú ert Jifandi, en þú ert á leið til annulS
heims.
Sr. Oddur: Nei, ég lifi ennþá í þessum heimi. Hér stend en
í mínum líkama, og hér er kirkjan.
Fglgdarmaður: Kirkjan er varða á veginum til ókunní
landsins.-----
Sr. Oddur: Mig er altaf að dreyma. Mig dreymdi áðan, •
ég var kvongaður Guðrúnu, og við hefðum búið s.amnn
mörg ár, en Sólveig ... (Strýkur hönd um enni.) Já> l)íl®
undarlegt, hvað mann getur dreymt mikla vitleysu.