Eimreiðin - 01.04.1938, Síða 94
214
MIKLABÆJAR-SÓLVEIG
EIMREIÐIN
Sr. Oddur: Skilurðu það ekki, Sólveig, að þetta er ekki
mér að kenna?
Sólueig: Nú, hverjum þá?
Sr. Oddur: Ættfólki mínu. Það vill ekki heyra þennan
ráðahag nefndan.
Sólveig: Hvað er nú orðið af hreystiyrðum þínum um að
sigrast á öllum erfiðleikum?
Sr. Oddur: Það er alt hægra sagt en gert.
Sólveig: Þú hugsar meira um að verða verðugur liður 1
ættinni heldur en sjálfstæður einstaklingur.
Sr. Oddur: En skilurðu það ekki, að ég get aldrei orðið
sjálfstæður, ef alt ættfólk mitt snýst upp á móti mér? Faðn
minn, herra biskupinn ...
Sólveig (grípur fram í): Þú hefur misskilið mig. Ég ^*1
við andlegt sjálfstæði, en ekki auð.
Sr. Oddur: Ef ég væri nógu auðugur, þá gæti ég boðið
ingjum mínum byrginn.
Sólvcig: Þú þorir þá ekki að ganga að eiga mig, af þvt
þú ert hræddur um, að ættingjar þínir myndu snúast ge8n
þér og koma í veg fyrir að þú gætir safnað auði og orðið ríkur-
Sr. Oddur: Þetta myndu þeir gera.
Sólveig: Hversvegna sækist þú eftir auði?
Sr. Oddur: Það getur enginn orðið mikill maður,
hann hafi eitthvað handa á milli.
Sólveig: Og þetta segir þú, sem ert prestur.
Sr. Oddur: Þetta er sannleikur.
Sólveig: Var ekki Kristur altaf fátækur?
Sr. Oddur: Jú. .^.
• i i * vcr^
Sólveig: Eftir þinni kenningu hefur hann þa ekKi
mikill maður.
Sr. Oddur: Kristur var meira en maður. Hann var sen
af guði. .)
Sólveig: En eiga þá ekki allir að reyna að líkjast honui^
Sr. Oddur: Jú, kristnir menn eiga að taka hann sér til 3
myndar.
Sólvcig: Eiga, en gera ekki.
Sr. Oddur: Það er ílestum um megn.
Sólveig: Hversvegna getur þú ekki unað %7ið fátækt?