Eimreiðin - 01.04.1938, Page 100
220
MIKLABÆ J AR-SÓLVEIG
EIMREIÐIN
Fijlgdarmciður: Hefur þú ekki kent sóknarbömum þínum
það, að áhrif jarðneskrar breytni nái út yfir dauðann?
Sr. Oddur: Ég hef kent sem mér var kent, að eftir dauðann
fari sálir mannanna annaðhvort til eilifrar sælu eða eilílra
kvala, eftir þvi hvernig breytni þeirra var í jarðlífinu-
(Þögn.) Mennirnir kenna hver öðrum, en hvað vita þeir u®
það, sem þeir kenna?
Fylgdarmaður: Fátt eitt.
Sr. Oddur: Ég er dáinn, en þó lifi ég og hef sömu tilfinn-
ingar og áður, ég minnist alls, sem ég hef g'ert, til ills og góðs-
Ég er dáinn, og mér Iíður illa. Þó er ég ekki kominn í hinn
eilifa kvalastað. Ég er heldur ekki kominn til Himnaríkis,
þvi að þar er engin þjáning til. (Þugn.) Hvar er ég staddur?
Fylgdarmaður: Minstu þessara orða: „I húsi föður nims
eru margar vistarverur."
Sr. Oddur: Er nokkur þeirra opin fyrir mér?
Fylgdarmaður: Ég vona það, — en ég veit það ekki.
Sr. Oddur: Hver veit það þá?
Fylgdarmaður: Sá einn, sem ekki verður með nafni netnd-
ur né með augum séður.
Sr. Oddur: Hvenær fæ ég að vita örlög mín?
Fyldarmaður: Innan skamms.
Sr. Oddur: Hver á að dæma verk mín?
Fylgdarmaður: Verkin sjálf.
Sr. Oddur: Hvaða verk verða mér mest til dómsáfellis?
Fylgdarmaður: Spurðu Sólveigu. Hún á mesta sök á hend
ur þér.
Sr. Oddur: Ætlar þú að dæma mig, Sólveig.
Sólveig: Nei. Eg dæmdi þig einu sinni. Og fyrir það var eo
sjálf dæmd.
Fylgdarmaður: „Dæmið ekki, svo þér verðið ekki dænidn-
Sr. Oddur (biðjandi): Sólveig! Viltu þá fyrirgefa niéi •
Sólveig: Það hef ég gert fyrir löngu.
Sr. Oddur: Alt?
Sólveig: Já. (Þögn). Alt, sem hægt er að fyrirgefa.
Sr. Oddur: Það er þá eitthvað, sem þú ekki getur fyrirgefi
Sóiveig: Ég hef fyrirgefið þér alt, en fyrirgefning nxín cl°
þvær þig ekki hreinan af misgerðum þínum.