Eimreiðin - 01.01.1948, Page 18
6
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMREIÐIN
eigum fulltrúa á sem flestum mótum, sem heitið geta alþjóSa-
mót, og svo í öðru lagi á Noröurlandamótum, því á þau
kostum vér legáta líka, ekki síður en á alþjóöamótin. Látum
þaö vera, þó aö nokkrir íslenzkir piltar fái að taka þátt i
vetrar-íþróttakeppni suður í Sviss, ef þeir heföu aðeins fariö
með þeim ásetningi aö vinna í einhverri þessara íþrótta, en
ekki aðeins til að læra og horfa á hina. Hefði ekki verið nær
að hafa þá hérna í Henglinum, meðan snjórinn var, til að
æfa sig og læra? Svo mun mörgum finnast. En það eru fleiri
en íþróttamenn vorir, sem fara litla frægðarför á þessi
mörgu mót. Vér megum ekki halda, að smæð vor sé noklcur
afsökun fyrir þá menn, sem utan fara í alþjóðarnafni. Ef
þeir ekki geta komið fram á þjóðavettvangi sem hlutgengir
fulltrúar þjóðar sinnar, þá á þjóðin ekki að senda þá og þeir
ekki að fara.
Vitaskuld hafa sumar ferðir íslenzkra viðskiptaerindreka
orðið þjóðinni að gagni og reynzt nauðsynlegar. Ég get líka
fallizt á, að ferðir þeirra forsætis- og utanríkisráðherra ís-
lands á ráðherrafundi á Norðurlöndum nú í vetur hafi orðið
til góðs, bæði oss og hinum Norðurlöndunum, ef þeir hafa
komið þvi á framfæri, svo ekki verði um villzt, sem mér er
nær að halda, að íslenzka þjóðin byggi allt sitt traust á
Vesturveldunum, eða réttara sagt engilsaxnesku þjóðunum,
Bretum og Bandaríkjamönnum. En ef vér lítum svo á árang-
ur þeirra erinda, sem vér höfum þurft að hrinda í fram-
kvæmd erlendis, t. d. í sambandi við endanleg skil milk
íslands og Danmerkur, heimflutning íslenzkra handrita og
gripa o. s. frv., þá er eftirtekjan í stuttu máli sagt engiu
enn sem komið er, þó liðin séu bráðum U ár frá stofnun lýð-
veldisins. Það væri æskilegt, að utanstefnunum fækkaði svo,
að ekki færu neinir utan á vegum alþjóðar nema í brýnuni
erindum og með vel undirbúið og ákveðið mark fyrir augum,
til heilla landi og lýð.
ÍSLAND OG GRÆNLAND.
Eins og sagt var fyrir í þessum þáttum fyrir löngu, hlaut
að því að draga, að samband íslands og Grænlands kæmist