Eimreiðin - 01.01.1948, Síða 22
EIMREIÐIN
Skallarnir
og þjóðarbúskapurinn
Eftir Björn Ólajsson.
Sú stefna hefur verið ríkjandi hér á landi undanfarin ár, að
láta ríkisvaldið gerast aðila á einn eða annan liátt að öllum meiri
háttar rekstri og fela ríkinu eftirlit og íhlutun um allar fram-
kvæmdir einstaklinganna. Á þenna liátt er nú athafnafrelsi og
atvinnurekstur landsmanna smátt og smátt að komast undir stjórn
embættisvalds, sem vex með ári hverju.
Með sívaxandi ítökum og eftirliti ríkisvaldsins á nálega öllum
rekstri þjóðarinnar, er framtakið, fyrirhyggjan og forráðin, fengm
í hendur embættismönnum eða opinberum nefndum, sem ciga
að vera forsjón allra landsmanna í málefnum, sem þeim eru
falin. Skipulagning embættisvaldsins á málefnum landsmanna
er nú komin svo langt, að athafnafrelsi einstaklingsins er orðið
að skopmynd, sem bráðlega verður að rýma fyrir alvöru liinnar
algeru þjóðnýtingar, ef ekki verður bráðlega snúið inn á aðrar
brautir.
Menn gera sér ekki almennt Ijóst, hversu langt vér erum komnir
á braut ríkis-íhlutunar, en margir munu brátt fara að veita þvl
athygli, að verkefnin ganga mörg á tréfótum, og liagur ríkisms
og landsmanna yfirleitt mætir óteljandi erfiðleikum, sein stafa
frá of víðtækri embættismennsku og of litlu olnbogarúmi fyrir
einstaklingana til þess að framkvæma áhugamál sín.
Afleiðing þessarar stefnu í þjóðfélaginu er sú, að dregið er stoi-
kostlega úr fjárráðum einstaklinganna með sívaxandi sköttum
í ýmsum myndum. En féð, sem þannig er tekið í ríkissjóð í vaX
andi mæli, er notað til þess að standa straum af hinni all^nl’
íhlutun og ráðsmennsku ríkisins. Löggjafarvaldið og ríkisvah1
hafa í sameiningu fært rit kvíarnar undanfarin ár og eflt ítök
hins opinbera. Sumt hefur verið gert af stundarþörf. En slíkar
ráðstafanir verða oft langlífar. Annað hefur verið gert fyrir