Eimreiðin - 01.01.1948, Side 24
12
SKATTARNIR OG ÞJÓÐARBÚSKAPURINN EIMREIÐIN
Ég var einn af þeim, sem hvatti til þess, að skynsamlegur skatt-
og útsvarsstigi yrði upp tekinn og frádráttarheimildin afnumin
um leið. Árið 1942 var skattstiginn lækkaður um nálega helming
og útsvarsstiginn einnig, en frádráttarheimildin numin burtu.
Þetta var að mínu áliti spor í rétta átt, e/ treysta mœtti því, aS
löggjafarvaldið misnotaSi sér ekki varnarleysi skattgreiSenda
eftir aS frádráttarheimildin var felld niSur. En þetta hefur farið
mjög á aðra leið. Strax og skattstiginn var lækkaður, var settur
nýr skattur, stríSsgróSaskattur, sem hefst á 45 þús. kr. tekjum
og fer stighækkandi þangað til komið er upp í 200 þús., en þ;l
tekur hann 68%, en tekjuskatturinn 22%, eða samtals 90%-
Þremur árum síðar, eða 1945, var setlur á tekjuskattsviSauki,
sem síðan hefur verið framlengdur frá ári til árs. Þessi skattur
hvílir aðallega á miðlungstekjum, 25—100 þús. kr.
Skattstigi sá, sem nú er notaður og gerður var 1942 við afnám
frádráttarheimildarinnar, er í aðalatriðum byggður á verðgildi
peninga eins og það var fyrir styrjöldina. Skattþrep stigans eru
því miðuð við miklu verðmeiri krónu en nú er. Má sjá það af
því, að 6 þús. kr. voru frekar almenn þurftarlaun fyrir stríð, og
nemur skattstiginn af því 7%. En nú eru sömu þurftarlaun ekki
minni en 18 þús. kr., og nemur skattstiginn 17% af slíkri fjar'
hæð.
Ef skattstigunum er ekki breytt í samræmi við dýrtíðina eða
verðrýmun peninganna, }>ái eykst skattþunginn því meira serti
verSlagiS hœkkar. Þetta var mönnum ljóst strax og vísitalau
tók að hækka, og þess vegna var tekiun upp „umreikningur 11
lægri tekjum einstaklinga, í samræmi við vísitöluhækkunina.
En þetta nær aðeins til tekna, sem samsvarar 15 þús. kr. um-
reiknað. Tekjur yfir 45 þús. kr. hafa enga leiðréttingu fengið
í skattstiganum, þótt verðlagið hafi þrefaldast síðan grundvöllur
skattstigans var lagður. Skattþunginn á hinum hærri tekjum
hefur því aukizt gífurlega við það, að skattstiginn liefur ekki
verið leiðréttur. Tekjur félaga njóta ekki umreikningsins.
Þegar þetta er hugleitt, verður ljóst, að skattþunginn á öðruin
tekjum en almennum þurftartekjum einstaklinga hefur þrefald*
azt, ef tekið er tillit til hækkunar verðlagsins eða rýrnunar a
verðgildi peninga. Auk þess hefur verið bætt við stríðsgróða-
6kattinum og tekjuskattsviðaukanum.