Eimreiðin - 01.01.1948, Síða 35
eimreiðin
VOMURINN KEMUR
23
hefðu rnarkað sitthvað af flugi fuglanna, — og nú glápti ég á
Markús í undrun og spurn; var svo sem ekki í fyrsta skipti, —
hann hafði máski nokkrum sinnum verið mér furða í fyrrasumar,
°g ósjálfrátt varð mér á að líta á stýrimanninn. Jú, þetta var
myndarmaður, allhár vexti og þreklegur, tæplega miðaldra, Ijóst
yfirskegg, stillileg og seigluleg augu, grá eða gráblá — og hann
var bæði duglegur sjómaður og góður dráttarmaður, og honum
^órst allvel að hafa forsögn á um dagleg störf á sinni vakt — en
vitið hans Markúsar? Nei! . .. Samt hafði Markús hætt stýri-
mennsku hjá Ara Dagbjarti af sjálfsdáðum og bent á þennan
mann, þá háseta, í staðinn. Já, af sjálfsdáðum. Ég hafði sagt við
Ara Dagbjart í fyrra, um það bil sem við hættum veiðum:
'— Af liverju léztu Markús hætta hjá þér sem stýrimann?
í*að lá vel á skipstjóranum — og við vorum einir, og svo
svaraði hann þá:
Hann vildi það sjálfur, karlóhræsið!
— En ég sé liann ekkert lasinn — og ekki er hann orðinn
sljór?
'— Nei, nei, nei, nei, — liann sagðist bara ekki verða lengur
stýriniaður hjá mér, ólukkans selurinn. Hann gæti farið að setja
UPP tærnar, hvenær sem hver vildi, — eins og liann orðaði það,
°S þó það drægist, þá að bila til stórræða. Og hvað svo, ef
eitthvað yrði að mér? Ég væri nii líka farinn að eldast, þó að
eS vitaskuld væri — eins og ég hefði alltaf verið — meiri þrek-
maður en hann.
' Hugsaðu þér, sagði hann, — að þú værir að lensa undan
Ströndum í einum stóra maígarðinum, og það tæki þig út bára,
til að mynda fyrir Straumnesinu, — ég með brjóstskít niðri í
run,i- Ætli ég kenndi mig þá mikinn mann til að fara að stýrinu
11 ú þó ég aldrei nema væri frískur, ætti að heita það — og
*æri uPpi hjá þér? Sjá á eftir þér í hafið — vita þig ekki lengur
mnanborðs! ... Ætli framtaksgrauturinn brynni ekki við í brjóst-
11111 n honum Krúsa? Mér sýnist þú veljir og venjir þér stýrimann
einmitt meðan við geturn báðir flotið á þessum fjölum. Það er
nlJarfi hjá þér að eiga nokkuð á hættu um það að verða að skilja
við hana Maríu litlu í reiðuleysi.
Nú, svo benti hann mér hreinlega á hann Bjössa á Nesi — er
>ka prýðisdrengur. Hann hefði líklega bent á þig, ef þú hefðir