Eimreiðin - 01.01.1948, Page 39
eimreiðin
VOMURINN KEMUR
27
Fimm af okkur héngu fram á bátinn eða studdust við fiski-
kassann, tveir stóðu við siglvma, matsveinninn húkti í uppgöng-
unni úr hásetaklefanum, og tveir sátu frammi við akkerisvind*
una. Ýmsir horfðu eitthvað út í bláinn, sumir hlíndu eins og
dæmdir á blágræna stafna hins löðurdrifna og gnýmikla flota,
Uokkrir störðu í gaupnir sér, en einstaka — eins og til dæmis ég
°g Markús gamli — hvörfluðu nokkuð augum og gáfu gaum að
félögum sínum.
Skyndilega var kallað — svo sem ofan að:
■— Sei, sei, sei, sei! Andskoti er að sjá, hvernig bullar og sýður
á bölvuðu kvikindinu!
Allir kipptust við — og öllum varð litið upp í reiðann. Og uppi
nndir sigluhöfði gat að líta Sigurð, jafnaldra minn, Jósúason.
Hann stóð þarna reistur og að því er virtist glaðklakkalegur,
sýndist ekki veitast erfitt að lialda sér, þó að skipið ylti ferlega.
— Mikið er að heyra, hvernig drengskrattinn getur antignað!
8agði einn af þeim, sem héngu á bátnum, maður um sextugt,
tindilmenni — en með hvítt skegg langt niður á hringu og átti
°tal börn, enda tvíkvæntur og auk þess barnsfaðir og fastur leik*
Fróðir ógiftrar fiskverkunar- og spunakonu á Fagureyri.
Höskuldur gamli rak upp á liann rauðsprengdar feiknsjónir,
iinaði mjög og gall ákaflega:
~~ Ha? Eins og þú sért betri sjálfur, bölvaður ei þó Léttasóttar-
Matthías, blótar og sankar eins og enginn guð og engin hrepps*
öefnd væri til! ... Síðan lægra — og um leið augum hvarflað
H1 hafs: — Vomurinn kemur — o, vomurinn kemur!
En nú var það, að Markús liandstyrkti sig frá siglunni og aftur
eftir. Hann ranghvolfdi augunum upp á Höskuld; var svo sem
rygði þar fyrir rauðleitum sindrum. Og Höskuldur skaut fram
81nm dauðsmannsásýnd, kaskeitisskyggnið út á vanga, svo að
ennið sást allt — bleikt og eins og stirðnað í hinum blökku
nrukkum.
Ha? Já — hann ... hann nær okkur öllum — Matta eins
°g mér, þér líka, Markús! sagði hann hátt og hriktandi.
Markús laut ofan að bátkænunni, og af hommi datt skinnhúfa,
8eni hann hafði tyllt á kollinn á sér. En hann sinnti ekki um
lu una, heldur þreif kaðalspotta, linýtti hnút á endann, brá
Uln Ené sér til að herða að honum, studdist saman kýttur upp