Eimreiðin - 01.01.1948, Blaðsíða 44
32
VOMURINN KEMUR
EIMREIÐIN
Þegar svona var koniið, settist Höskuldur gamli á framþiljurnar,
setti skeifu á munninn og néri augun meS sínum stóru og hnúfa-
beru liöndum. En upp við sigluna stóð Léttasóttar-Matthías og
mælti frekar hljóSlega:
— Ég kann nú líka betur við það að fá þó að sjá nýjasta
barnið mitt!
1 liöfuðböndin á kulboröa hélt sér Sigurður Jósúason, brosliýr
— ljómaði eins og ópíndur frelsari.
Ég svipaðist um eftir kempunni Markúsi. Hann sat aftur á
lyftingarþaki -—■ og ég bélt af stað aftur eftir. Þarna húkti hann
eins og samansiginn — rauðeygur, óvenju toginleitur, sýndist niér.
— Dragðu nú inn færið mitt, geyið, var það fyrsta, sem hann
sagði við mig.
— Þó það væri nú, sagði ég, og var staðráðinn í að láta hans
færi ganga fyrir mínu. — Ertu búinn að týna spottanum? spurði
ég og kíindi.
— Já, það lield ég. Ég væri víst ekki til að brúka liann núna.
Ég er aldeilis af mér genginn, liugsa ég komi lireint ekki upp
á Löngu-vaktinni.
— Bærilega stóðstu þig þó!
— Stóð mig! Ég lief ahlrei verið eins hræddur á ævinni, skal
ég þá segja þér. Ég var að drepast úr hræðslu. Ég fer að hætta
þessu sjóslarki, því að ég vil duga þar sem ég er, þangaö til eS
þá drepst!
Söngur Valborgar.
Eldar glóa, er æskan kyndir.
Ástir gróa og munarþokkinn.
Vonin dró upp vænar myndir.
Valborg hló og söng við rokkinn:
Gleði eina, gleði mesta
geymi í leyni inn við barminn.
Veit ég sveininn sveina bezta,
með svipinn hreina og sterka arminn.