Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1948, Síða 52

Eimreiðin - 01.01.1948, Síða 52
40 EIMREIÐIN „ÞAR GUL SlTRÓNAN GRÆR“ Var ég hinn ánægðasti með þessi málalok og taldi víst, að mér mundi engin skotaskuld verða úr að kenna manninn: „Ungur, ljóshærður maður á hæð við þig, grannholda og síhrosandi, klæddur gráum fötum. — Þú bíður bara á stéttinni, unz fækkar“, sagði Ásgeir. Jú, jú, ég mvmdi ekki hlaupa langt. Morguninn eftir legg ég af stað, eftir að hafa falið Ásgeiri að sjá um fjárráð mín og senda mér peninga suður eftir við og við, og segir ekki af ferð minni, fyrr en ég kem til Genóva undir nótt, því að lestin varð þrjá tíma á eftir áætlun. Ekki er ég fyrr kominn út en að mér ræðst lieill her af burðar- körlum, sem hrekja mig á milli sín, unz ég fæ slitið mig af þeim. En slík er venjulega fyrsta kynningin af Suðurlandabúum. Ég bíð á stöðinni, unz um fækkar. Loks sé ég ungum, ljós- hærðum manni bregða fyrir frammi á stéttinni, þríf þá töskur mínar og held í humáttina. Er ég á fá fótmál til hans, snarar hann sér að blómarós, er þarna stendur, og heilsar henni með svo miklum innileik, að ég þykist verða að nema staðar og bíða þess með þolinmæði, að röðin komi að mér. Þyl ég lýsinguna Ásgeirs, og kemur allt heim, eftir því sem ég frekast get séð. Vonbrigði mín verða því mikil, er hann snýr sér við, gefur mér hornauga og gengur hrott með stúlkunni. — Enn bíð ég, og ekk- ert bólar á þeim eina rétta Lustig. Ég er dasaður af hitanum um daginn, svangur og dauðsyfjaður, því að ég hafði verið á gleði- móti nóttina áður með nokkrum löndum, og stóð sá Islendinga- fundur fram í morgunsár. Loks þrýtur mig þolinmæðina, ég fæ mér bíl og leita hófanna um gistingu á nokkrum gistihúsum, en án árangurs. Dettur mer þá í hug heimilisfang Haraldar áður: Pensione Grattacielo, Via Fierchi 3, og ek þangað. Verður fyrst fyrir mér anddyri mikið með skrá yfir íbúðirnar og tekst mér að stauta mig gegnum hana, þótt skuggsýnt sé. Pensione Grattacielo er á sjöundu hæð. Ég þríf töskur mínar, sökum þjófhræðslu, og læt bílstjórann bíða, ramba inn í anddyrið, rekst fljótlega á lyftur, smokra mer inn í eina og held til hæða. Ég hringi á matsölunni, en enginn anzar, hringi aftur, en allt á einn veg, hringi í þriðja og fjórða sinn, mikið og lengi, e° allt við sama. Þá fer ég að berja, fyrst þrjú högg að kristinna hætti, en fjölga þeim síðar og eyk að festu, og bylur við mikið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.