Eimreiðin - 01.01.1948, Qupperneq 55
eimreiðin
„ÞAR GUL SÍTRÓNAN GRÆR“
43
fólkið er glaðlegt, þótt merki fátæktarinnar sé auðsætt á meiri
hlutanum, götulífið litríkt og iðandi af fjöri, hljóðfærasláttur
og söngur í þessu sindrandi sólskinshafi. Sölumaður kallar upp
vörur sínar, líkastur trúði, götuskækjurnar ýta að manni „pass-
anum“. Læknisskoðun í gær. Ósjúk. Þúsund lírur. Gerðu svo vel.
Fimm hundruð þá. — Hundrað, — gjöf en ekki gjald. — Gömul
kona: „Dare, dare, signore!“ Sultarhljóð túlkað í orðum. Gömul
kona getur ekki selt sig. — Hundrað lírur, og Guðsmóðir launar
gefandanum.
Ég er kominn niður í gömlu borgina, þar sem kaupmaðurinn
hefur mestan hluta varnings síns á götunni. Hér fæst líka allt,
sem nöfnum tjáir að nefna, ef maður er ekki eins og þorri Itala,
peningalaus. Á löngum götum hreykjast mat- og vefnaðarvörur
UPP í haugum, auk alls konar glingurs, en göturnar illfærar
gangandi mönnum og ófærar ökutækjum, sökum nauðsynjavarn-
lug8j sem fjöldinn getur ekki keypt.
Um kvöldið reyni ég að melta þá þekkingu, sem ég hef aflað
mér: Útlendingur er auðkýfingur, a. m. k. ef hann hefur mynda-
vél og úr. Það er undantekning, ef ungar stúlkur bera iir, en
nog er af þeim í búðunum. Ekki þykir vel sæma, að ungar stiilkur
SUJX einar síns liðs á kaffihúsum. Uppi á liæstu byggingu borgar-
ItUlai' er glæsilegur veitingastaður. Ungu stúlkurnar mega koma
þangað, ef þær hafa sæmilega skó og karlmannsfylgd.
Verð á mörgum vörutegundum er svipað og liér, sumt þó ódýr-
ara5 þótt miðað sé við lögmætt gengi, svo sem föt og önnur vefn-
aðarvara, enda framleidd í landinu. Annars er vöruverð mjög
Onstnunandi og skönmitun engin. Þegar ég fór að heiman, var
gengi lírunnar 2 y2 eyrir, en á opinberum, svörtum markaði
emst svissneski frankinn upp í 180 lírur, en skráð gengi lians
er er 152 aurar. Af þessu má marka, að margt verður ódýrt fyrir
r alanginn á Italíu, ef hann selur erlendan gjaldeyri, þar sem
gKvæmustu kaupin verða gerð, og munu ferðamenn undan-
j Ulugarlítið skipta við hinar opinberu — en vafalaust ólög-
Su ■ skiptistöðvar, sem auglýsa viðskipti sín.
, 8 hafði skilið nafnspjald mitt eftir hjá ræðismanninum um
vóldið og skrifað utan á það til Lustigs. Og daginn eftir heim-
sottí hann mig og harmaði mjög, að hann skyldi ekki hafa getað
tekið
a móti mér á stöðinni, eins og hann hafði lofað, og vildi