Eimreiðin - 01.01.1948, Síða 74
62
AF BLÁUM BLÖÐUM
EIMREIÐXN
svo óþjál og andvíg, því sem um fram allt er ætlunarverk al-
heimsins; en hann er vél til þess að búa til guði“.
Þetta eru stórkostleg orð. Og víst á sá, sem slíkt hefur ritað,
skilið að vera dáður sem mikill heimspekingur. Þarna vottar
vissulega fyrir skilningi á stórkostlegum tilgangi heimsins. En
því miður er sá skilningur ekki nógu ljós. Það verður ekki séð,
að spekingurinn hafi gert sér grein fyrir því, að það mannkyn,
sem ekki kemst áleiðis til að verða goðkyn, er dauðadæmt. Og
enga þá fræðslu veitir heimspeki lians, sein dugað geti til að
sýna oss, hvernig skipta megi um frá helstefnu til lífstefnu.
Bergson liefur allt of mikla aðdáun á dulspekistefnunni, mystík-
ismanum. En þessi svo óskiljanlega víði lieimur geims, sólna
o. s. frv., er undursamlegur, langt fram yfir það, sem nokkur
dulspeki nær til. Og Bergson liefur ekki, fremur en fyrri heim-
spekingar, skilið hið sanna eðli hinnar dulrænu leiðslu. En þegar
það er gert, þá er í raun réttri mystíkismanum, dulspekistefn-
unni, lokið.
II.
Bergson er meiri vitringur en svo, að hann geri, eins og sumir
aðrir, ráð fyrir því, að í öllum alheimi sé ekki til líf nema á
þessari jörð. Hann kemst, meira að segja, þannig að orði (Les
deux sources, s. 273): „il est vraisemblable que la vie anime toutes
les planétes suspendues á toutes les étoiles“.
Að vísu er nokkuð óljóst að orði komizt. En þó virðist réttast
að þýða þetta þannig, að Bergson telji það „líklegt, að lifandi
verur séu til á jarðstjörnum allra sólna“.
Þetta hefur þó ekki reynzt hinurn franska speking nein hjálp
til að átta sig á uppruna trúarbragðanna — en þau er öll að rekja
til mis- og vanskilinna álirifa frá lífverum á öðrum jarðstjörnum
alheimsins — né lieldur á þessu aðalatriði, hvernig mannkyn
getur komizt á leiðina til að verða goðkyn.
I þessu efni er enski spekingurinn Ripley Webb liinum franska
langtum fremri. Webb er ekki einungis farinn að skilja, að sam-
hand við fullkomnari mannkyn á öðrum ^arðstjörnum alheinisins
muni geta átt sér stað, lieldur telur liann einnig líklegt, að það
samband sé svo nauðsynlegt, að ef það tekst ekki, þá sé ekki
annað framundan en glötun. Hann liyggur jafnvel þá glötun