Eimreiðin - 01.01.1948, Page 88
76
RADDIR
EIMREtÐIN
UM NAFNBREYTINGU
Á ÍSLANDI.
Gísli Jónsson, ritstjóri Timarits
Þjóðræknisfélags íslendinga í
Vesturheimi, sendir eftirfarandi
„orð í belg“ um nafnbreytingu
á landinu:
I meira en hálfa öld höfum við
hér úti í vestrinu verið að berja
höfðinu við steininn — og reynt
að sannfæra aðra íbúa þessa lands
um, að Island væri ekki ísi þakið
heimskautaland, byggt Eskimó-
um. Sumum þeim grunnvitrari
höfum við jafnvel bent á, að nafn-
ið væri eklci stafað lceland, held-
ur Island, sem á ensku þýði ey-
land. Af þessari togsperru hefur
svo leitt umtal um nafnbreytingu.
Man ég, að ein uppástungan var
að lcalla landið Frón, að sið hinna
eldri Khafnar-Islendinga.
Eyland er náttúrlegt í fram-
burði og létt til söngs og gæti
auðveldlega lcomið fyrir ísland
í liinum eldri kvæðum, án þess að
tekið yrði eftir breytingunni. Gef
ég því mitt atkvæði, þangað til
annað betra heyrist. Kannski
mætti segja, að það sé naumast
nógu „descriptive", því upp úr
liöfunum rísi þúsundir annarra
eylanda. Sóley er álíka rangnefni
og Island, og mundi koma vetrar-
gestum ókunnuglega fyrir sjónir
og jafnvel sumargestum líka, sem
stundum ferðast um landið svo
vikum slciptir, án þess að sjái til
sólar. Þá mætti eins vel kalla
landið Tindastorð eða Hveravang,
eða eitthvað annað, sem bendi á
sum einkenni þess. Þetta er samt
ekki breytingar-uppástunga.
En það er þriðji kafli greinar-
innar, sem kom mér til að skrifa
þessar línur, því á bak við hann
felst hættuleg skoðun, sem sé, að
ekkert geri til, Kvaðan lagið, sem
ætlað er fyrir þjóðsöng, komi, ef
j>að syngst vel við vísuna. Ég
hef áður skrifað um þjóðsöng ís-
lands — í Tímariti Þjóðræknis-
félagsins, 23. árg. 191,3 — og fékk
snuprur fyrir heiman af föður-
landinu. Þó fáir eða engir af les-
endum Eimreiðarinnar liafi séð
þá grein, skal ég aðeins ítreka tvö
aðalatriði hennar:
1. „Ó, guð vors lands“ er 6-
heppilegt fyrir tvær ástæður ■—
sálmurinn er of trúarlegs eðlis og
ortur fyrir sérstakan, löngu lið-
inn atburð, og raddsvið lagsins
er of stórt fyrir almennings radd-
ir. (Skyldu einhverjir halda, að
þetta sé sagt til að lítilsvirða höf-
undana, þá vísa ég þeim til þeirr-
ar greinar, og sömuleiðis til grein-
ar minnar i sama tímariti um 100
ára afmæli Sveinbjörns Svein-
björnssonar í fyrra).
2. Kvæðið verður að fela í sé>'
meira en útvortis lýsingu á land-
inu, og má undir engum kringum-
stæðum fá lagið að láni frá öðr-
um þjóðum, né frá öðru kvxði.
Mér hefur alltaf J>ótt „Ó, fögur
er vor fósturjörð“ Ijúft og lýriskt
kvæði, enda þótt mér gangi erfitt
að ganga inn á, að það sé „prýtt
öllum kostum þjóðsöngs". Þegar
betur er að gætt, er það mest-
megnis útvortis lýsingar, sem dtt
gætu við flest önnur lönd. Svo er
það ort undir útlendu lagi, sem
enn er sungið í sínu heimalandi.
Og skil ég ekki, hvernig það
farið fram hjá greinarhöfundi og
skáldinu ástsæla, sem tilfært e> ■
Aðalkjarni þjóðsöngs — sfí,rt
band lands og þjóðar og sögu
þyrfti að birtast sem mest 1