Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1952, Page 54

Eimreiðin - 01.04.1952, Page 54
□ SYNILEGA SAFNIÐ eftir Stefan Zweig. Á næstu stöð eftir Dresden kom roskinn niaður inn í klefann til okkar, heilsaði kurteislega, og þegar liann leit á niig, kinkaði hann kolli, eins og til gamals kunningja. í fyrstu kom ég lionum ekki fyrir mig, en jafnskjótt og lumn nefndi nafn sitt, kannaðist ég við hann. Hann var einn af mest metnu fornmunasölum í Berlín, og fyrir stríðið hafði hann oft sýnt mér gamlar bækur og handrit, og ég hafði margt af honum keypt. Við tókum tal saman um daginn og veginn. Allt í einu sagði hann: ,,Ég verð að segja yður frá því, sem nýlega koin fyrir mig, ]>ví það er vissulega hið furðulegasta, sem fyrir mig hefur borið á þrjátíu og sjö árum sem Iistmunukuupmuður. Þér vitið sennilega, hvernig listmuna- verzluninni er nú komið, þegar verðgildi peninganna er að gufa út í loftið. Hinir nýríku hafa nýlega öðlazt áhuga fyrir gotneskum inadonn- um, gömlum bókum, skurðmyndum og málverkum. Þeir eru alveg óseðj- undi; maður verður að gætu vel að, annurs myndu þeir tæma húsið með öllu. Þeir myndu kaupa linappunu úr skyrtunni yðar eða lampann á skrifborðinu. Svo það verður æ örðugra að útvega nýjar vörur — fyrirgefið, að ég skuli kulla þessa hluti, sem við teljum sígilda, aðeins vörur, en þessi óhugnanlega manntegund fær jafnvel mig til að Iíta á teikningu eftir Guercino einungis sem jafngildi svo og svo margra dollara! Það er alveg gagnshiust að setja sig á móti græðgi þessa fólks, sem svo er áfjátt að kaupa. Hérna um kvöldið var ég orðinn dauð- þreyttur á því og hefði helzt viljað loka, því ég blygðaðist mín fyrir að sjá í gömlu búðinni, sem faðir minn erfði eftir sinn föður, slíkt vesældarrusl, að enginn skrankurl hefði kært sig um það í börurnar sínar, í þessum vandræðum kom mér í liug að líta í gegnum gömlu verzl- unarbækurnar okkar, ef vera kynni, að ég fyndi þar nöfn einliverra gamalla viðskiptavina, sem væru fáanlegir til að selja mér eitthvað aftm' á hagstæðu verði. Slík skrá yfir gamla viðskiptavini er ætíð einskoiiar grafreitur, einkum á þessum tímum, og árangurinn varð ekki niikiH- Flestir fyrri viðskiptamenn okkar höfðu orðið að sjá af eignum sínuiw á uppboðið fyrir Iöngu, eða vom dánir, og frá þeim fáu, sem eftir voru, var lítils að vænta. Þá rakst ég allt í einu á bréfabunka frá elzta viðskiptavini okkar, sem ég var alveg búinn að gleyma, vegna þess, að frá því í byrjun

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.