Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1952, Blaðsíða 27

Eimreiðin - 01.07.1952, Blaðsíða 27
EIMREIOIN SKÁLDSKAPUR GUÐMUNDAR FRlMANNS 179 Lát kliða dátt úr hverri átt þín kvæði, söngvalyng! (Svört verða sólskin, bls. 9). Vetrardraumur í Svört verða sólskin virðist ortur, þegar fennir á slugga og hríðin gnýr á húsum. Gegn þeim vetrargestum beitir Iiöfund- Urinn mætti sumarminninganna og heitir á straumljóð vatna að rím- skrýða skáld-drauminn og kveða hríðina í kútinn. í nefndu kvæði eru í*essi skáldfögru, kliðmjúku erindi: ,,— Kom, sólfexta glaumá, með fögnuð og flaum þinn og feldu þín straumljóð með rímskrúði í draum minn. Sem strengleikur fagur þín stikluvik hljómi gegn stormsins og hríðanna þulurómi. Kom, draumur, er vindar á lyngfiðlur leika, og leið mig um heiðina náttsólarbleika“. Guðmundur er tengdur náttúrunni órjúfandi böndum, og hjá henni f*r hann mesta harmbót, enda segir hann í Vorþrá í Störin syngur: ,,— Það er hin milda móðir jörð, er mesta huggun veitir döprum syni“. VI. Ef næmur fegurðarsmekkur manns er í fylgd með viðkvæmu hjarta, lætur hann sér ekki nægja að hylla og dásama það, sem fagurt er og njóta þess. Hann er einnig næmur fyrir vöntun fegurðar og ánægju, bjáist af ljótleik og hörmungum mannlífsins og leitast við að hamla þar í móti og opna augu manna fyrir því. Þess vegna er í þremur síð- ari ljóðabókum Guðmundar Frímanns allstór flokkur kvæða, sem segja ^rá atburðum og ævisögum hrjáðra og ellimæddra einstæðinga, öreiga, drykkju-, ógæfu- og afbrotamanna. Flest eru þessi kvæði full samúðar, °g þar eru stórvel gerðar mannlýsingar. Ber þar oft við, að Guðmundur talar úr hinum torsótta heimi orðfæðar og gagnyrða, og það svo greini- ^eSa, að í einni vísu eða tveimur ljóðlínum er sögð heil ævisaga. í kvæðinu Við gröf Péturs, sem gert er um drykkfeldan ógæfumann, ern þessi skáldskyggnu og viturlegu kjarnyrði: ,,— Þér torfært varð þitt vonarskarð, hjá vaði á margri svartá beiðstu. Að úr þeim drægi aldrei varð, og ógæfuna í taglhvarf reiðstu. í vínsins björtu logalind þú liðna tímann óðfús brenndir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.