Eimreiðin - 01.07.1952, Blaðsíða 69
Landsbókasafn Islands: ÁRBÓK
1950—1951. (Rvk 1952).
I þessum VII.—VIII. árgangi ár-
bókar Landsbókasafnsins er að finna
skrá yfir þau íslenzk rit, sem safn-
mu hefur bætzt á árunum 1949 og
1950, ennfremur viðbætur íslenzkra
rita til safnsins á árunum 1944—’48
°g skrá um rit á erlendum tungum
eftir islenzka menn eða um íslenzk
efni, sem Landsbókasafninu hefur
óskotnazt á árunum 1949—1951. ■—
Finnur Sigmundsson landsbókavörður
ntar inngang um safnið, og segir í
upphafi þess máls, að bókaeign safns-
ins sé nú talin um 185400 bindi
Prentaðra rita. Auk þess er svo hand-
ntasafn þess, filrnur, myndir o. s. frv.
I Landsbókasafninu á að vera saman-
komið allt, sem prentað er á Islandi
arlega, því að útgefendum er skylt
a<5 senda þvi allt, sem þeir gefa út,
bar á meðal blöð og timarit. Árið
1949 hafa samkvæmt efnisskrá safns-
Ins komið út 212 blöð og tímarit, en
"10 árið 1950 (hér með talin blöð og
túnarit Vestur-Islendinga). Auk bóka-
skránna eru í árbókinni nokkrar
gremir um bókfræðileg efni og hand-
rit. Jón Helgason, prófessor í Kmh.,
ritar um skinnblað það hið velkta og
nráða úr Heiðarvíga sögu, sem Magn-
Us ^lár Lárusson, prófessor, rakst á
1 safninu i fyrra. Einar Bjarnason
' ltar um Ættartölur Guðmundar
Gíslasonar í Melgerði (Lbs. 2574—
2575 8vo), Guðbrandur Jónsson um
Séra Jón Matthíasson sænska, prent-
smiðju hans á Breiðabólstað og Brev-
iarium Holense, Magnús Már Lárus-
son greinina „Pétur Palladius, rit
hans og Islendingar“, Pétur Sigurðs-
son, magister, ritar skrá um skákrit
og smáprent um skák, er Williard
Fiske lét prenta á íslenzku og gaf
Taflfélagi Reykjavíkur, og loks ritar
Finnur landsbókavörður Sigmundsson
um ítalska rithöfundinn Giacomo
Prampolini og kynningu hans á is-
lenzkum bókmenntum í föðurlandi
hans. Af þessu má sjá, að árbókin
flytur mikinn fróðleik, auk bóka-
skránna, og er merkileg heimild um
fjölmargt í íslenzkum fræðum.
Sv. S.
THE ICELANDIC CANADIAN.
Oss hefur borizt sumarhefti þessa
tímaríts í ér. Þar er minnzt 10 ára
afmælis ritsins, í grein eftir W.
Kristjánsson: Our Magazine: Ten
Years. Þau tíu ár, sem það hefur
komið út, hefur það flutt fjölda
greina, Ijóð og sögur, einkum eftir
yngri kynslóðina af íslenzkum ætt-
um vestra. Þessir 10 árgangar ritsins
munu ennfremur vera einhver ítar-
legasta heimild, sem til er, um menn
af íslenzku bergi, sem skráðir voru í
heri bandamanna og þátt tóku í síð-