Eimreiðin - 01.07.1952, Blaðsíða 49
EIMItEIÐIN
FYRIR 200 ÁRUM . . .
201
sína trúarjátningu, sitt bamalærdómskver, musteri, þjónustugerð-
ir og presta. Fyrir guðleysingjana var það að fara úr öskunni í
eldinn. Enda leið ekki á löngu, að skynsemisgyðjunni var steypt
af stalli, og það af sjálfum Robespierre, og ný stefna, að sumu
leyti jafn öfgafull, tætti sundur þetta verk 18. aldarinnar, um leið
°g vorblær þeirrar 19. feykti burt öskunni eftir bálkesti stjómar-
byltingarinnar. Þessi nýja stefna var rómantízkan.
í hópi elztu alfræðihöfundanna var sá maður, sem talinn hefur
verið faðir rómantízkunnar. D’Alembert kynnir hann lesendunum
í forspjalli sínu með þessum orðum: ,,Hr. Rousseau frá Genf,
heimspekingur og gáfumaður, hefur aflað sér bæði fræðilegrar og
verklegrar þekkingar á tónlist, og þær greinar, sem um þau vísindi
fjalla, hefur hann látið oss í té. Eftir hann birtist fyrir nokkrum
árum rit, sem hann nefndi: Rabb um nútíma tónlist. Þar er
stungið upp á nýrri tegund nótnaskriftar, sem hafði ef til vill
skilyrði til að vera tekin upp, en sýndi ekki fram á ókosti eldri
aðferða." Það var þá sem sérfræðingur í tónlist, að Jean-Jacques
housseau lagði skerf sinn til alfræðinnar. Hann átti þá eftir að
skrifa öndvegisrit sín: „Júlíu“ — um rétt tilfinninganna og fá-
aýti hinnar ríkjandi skynsemistrúar; ,,Emile“ — um afturhvarf
til náttúmnnar; „Þjóðfélagssamninginn“ — um alræði þjóðanna
í stað einveldis konunganna; rit, sem öll vom ýmist í andstöðu
við alfræðistefnuna eða tóku dýpra í árinni, og hafa engin rit 18.
aldarinnar valdið öðm eins róti í hugum manna né hrundið af
stað óbeinlínis stórfelldari byltingarflóðöldum innan Frakklands
Sem utan. Um Rousseau hefur ágætt rit verið skrifað á íslenzku
af Einari Olgeirssyni, gefið út á Akureyri 1925. Þar er rækilega
iýst æviferli hans, ritstörfum og kenningum.
Voltaire var annar merkasti rithöfundur aldarinnar, brautryðj-
andi skynsemishyggjunnar í Frakklandi, gerólíkur Rousseau að
flestu leyti, meiri áhrifamaður á samtíð sína, en minni á eftir-
tírnann. Rousseau var trúmaður á sína vísu. Voltaire þóttist líka
trna á guð. „Væri guð ekki til, yrðu menn að búa sér hann til,“
sagði hann. „Það er einmitt það, sem þeir hafa gert,“ anzaði trú-
teysinginn Diderot, og er með því sagður allur skoðanamunur
þeirra í trúmálum. Þeir voru samherjar í hatrinu til kristindóms
kirkju. „Myljið hana, afmánina" var viðkvæðið hjá Voltaire.
í alfræðina skrifaði hann um bókmenntir aðallega, m. a. greinarn-
ar: Mælskulist, ímyndunarafl, Skáldskapur, Saga, Bókmennta-
frömuðir.
Um Voltaire hefur ekkert markvert verið skrifað á íslenzku,