Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1952, Blaðsíða 49

Eimreiðin - 01.07.1952, Blaðsíða 49
EIMItEIÐIN FYRIR 200 ÁRUM . . . 201 sína trúarjátningu, sitt bamalærdómskver, musteri, þjónustugerð- ir og presta. Fyrir guðleysingjana var það að fara úr öskunni í eldinn. Enda leið ekki á löngu, að skynsemisgyðjunni var steypt af stalli, og það af sjálfum Robespierre, og ný stefna, að sumu leyti jafn öfgafull, tætti sundur þetta verk 18. aldarinnar, um leið °g vorblær þeirrar 19. feykti burt öskunni eftir bálkesti stjómar- byltingarinnar. Þessi nýja stefna var rómantízkan. í hópi elztu alfræðihöfundanna var sá maður, sem talinn hefur verið faðir rómantízkunnar. D’Alembert kynnir hann lesendunum í forspjalli sínu með þessum orðum: ,,Hr. Rousseau frá Genf, heimspekingur og gáfumaður, hefur aflað sér bæði fræðilegrar og verklegrar þekkingar á tónlist, og þær greinar, sem um þau vísindi fjalla, hefur hann látið oss í té. Eftir hann birtist fyrir nokkrum árum rit, sem hann nefndi: Rabb um nútíma tónlist. Þar er stungið upp á nýrri tegund nótnaskriftar, sem hafði ef til vill skilyrði til að vera tekin upp, en sýndi ekki fram á ókosti eldri aðferða." Það var þá sem sérfræðingur í tónlist, að Jean-Jacques housseau lagði skerf sinn til alfræðinnar. Hann átti þá eftir að skrifa öndvegisrit sín: „Júlíu“ — um rétt tilfinninganna og fá- aýti hinnar ríkjandi skynsemistrúar; ,,Emile“ — um afturhvarf til náttúmnnar; „Þjóðfélagssamninginn“ — um alræði þjóðanna í stað einveldis konunganna; rit, sem öll vom ýmist í andstöðu við alfræðistefnuna eða tóku dýpra í árinni, og hafa engin rit 18. aldarinnar valdið öðm eins róti í hugum manna né hrundið af stað óbeinlínis stórfelldari byltingarflóðöldum innan Frakklands Sem utan. Um Rousseau hefur ágætt rit verið skrifað á íslenzku af Einari Olgeirssyni, gefið út á Akureyri 1925. Þar er rækilega iýst æviferli hans, ritstörfum og kenningum. Voltaire var annar merkasti rithöfundur aldarinnar, brautryðj- andi skynsemishyggjunnar í Frakklandi, gerólíkur Rousseau að flestu leyti, meiri áhrifamaður á samtíð sína, en minni á eftir- tírnann. Rousseau var trúmaður á sína vísu. Voltaire þóttist líka trna á guð. „Væri guð ekki til, yrðu menn að búa sér hann til,“ sagði hann. „Það er einmitt það, sem þeir hafa gert,“ anzaði trú- teysinginn Diderot, og er með því sagður allur skoðanamunur þeirra í trúmálum. Þeir voru samherjar í hatrinu til kristindóms kirkju. „Myljið hana, afmánina" var viðkvæðið hjá Voltaire. í alfræðina skrifaði hann um bókmenntir aðallega, m. a. greinarn- ar: Mælskulist, ímyndunarafl, Skáldskapur, Saga, Bókmennta- frömuðir. Um Voltaire hefur ekkert markvert verið skrifað á íslenzku,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.