Eimreiðin - 01.07.1952, Blaðsíða 35
ElMlíEIÐIN
VERNDARI SMÆLINGJANNA
187
hjálpar og kvað löngu mál til þess komið að leysa upp heimili
þeirra Kotshjóna, enda skyldi það nú gert, strax og hann gæti í
því snúizt. Væri þeim hjónum sæmst að fara í vinnumennsku,
en börnunum mætti eflaust kjálka niður á einhverjum heimil-
utn. Varð Jóhannes að snúa heim með þessi svör.
Daginn eftir skáru hjónin í Koti búpening sinn. Eina kýrin
þeirra var löngu steingeld, svo að ekki var eftirsjá að henni,
bvað mjólk snerti. Og kjötið, þótt horkjöt væri, var nokkur björg
1 búið, héldu hjónin. En þau áttu eftir að komast að raun um,
aS það var tálvon. Kornmat þeirra þraut, og öll fjölskyldan
varð veik af sífelldu horkjötsáti. Jóhannes reyndi að grafa upp
holtarætur, en bæði var, að djúpt var á holtin, enda lítil til-
breytni að rótunum, svo fáar sem náðust.
Þar kom, að hjónunum í Koti var ljóst, að annaðhvort yrðu
þau að ganga á ný beiningagötuna heim að Kinnarstöðum til
svertarhöfðingjans, ellegar börn þeirra yrðu hungurmorða.
Dg aftur lagði Jóhannes hóndi af stað. f þetta sinn var það
°rvasa gamalmenni, sem Kristbjörg sá hverfa suður af leitinu
sunnan við Kotsbæinn, og bæði munu hjónin hafa hugsað, að
eflaust mundi hin nýja bónarför ekki leiða til annars en að nú
gerði Kinnarstaðabóndinn alvöru úr þvi að tvístra heimilinu.
b'ii allt varð að reyna.
Um kvöldið kom Jóhannes ekki heim. í Koti grétu bömin
af hungri og innantökum, og Kristlaug eigraði friðvana milli
þbflyra og baðstofu. Loks gat hún ekki látið við svo búið sitja.
un greip slitnu þríhyrnuna sína, brá henni yfir herðar sér
°S snaraðist út í vetrarkuldann.
^ti var heiðskírt og hálfur máni á lofti, — draugaleg birta
yflr lífvana heimi.
Kaastlaug gekk suður á leitið — Draugaleiti heitir það — og
1ar sa hún nokkuð, sem kom henni til að riða við, spor úr
suðurátt, sem lágu út og niður að syðstakofa. Jóhannes hlaut
a hafa farið þarna um, en hvað vildi hann í tóman lamba-
bofann?
reyndi að hraða sér eftir slóð Jóhannesar, en henni
yrir brjósti eins og hún væri að kafna. Loks náði
Un kofanum. Hann var galopinn. Hún kallaði aftur og aftur
lnn í myrkrið, en fékk ekkert svar. Þá réðst hún til inngöngu,
Kristlaug
far þungt :