Eimreiðin - 01.07.1952, Blaðsíða 52
NÆTURGISTING
SMÁSAGA
eftir Dag Eilífsson.
Kvöldið var unaðslega fagurt. í vestri logaði himinninn af geisl-
um hnígandi sólar. Þeir urpu eldtungum sínum upp í háloftin og
köstuðu allavega litum bjarma á skýin. Kyrrðin ríkti yfir sveit-
inni, með dimmbláum, lognkyrrum tjörnum og hægt niðandi ám
og lækjum. En inni í skógarkjarrinu heyrðist ennþá í einstaka
þresti. Annars voru raddir dagsins að þagna og hvíldin að færast
yfir menn og málleysingja.
Þau gengu, þreytt og sólbrennd, eftir götuslóðanum uppi í hlíð-
inni, í áttina til þorpsins, þar sem þau áttu heima. í raun og
veru voru þau ósátt hvort við annað, ergileg, allt að því reið.
Þessi langa hlíð ætlaði aldrei að taka enda.
Það var líka vizkulegt af honum, hugsaði Rannveig, að hafa
ekki gát á því hvenær áætlunarbíllinn færi framhjá. Ef hann
hefði álpazt til að hafa augun opin og gæta síns hlutverks, sem
karlmaður — og fararstjóri þeirra beggja, þá væru þau nú komin
heim, hefðu aldrei misst af bílnum. — Hún átti aldrei að fara að
flækjast þetta með honum í gönguför. Þau voru svo sem engin
leiksystkin lengur, bæði um tvítugt og hún ekki séð hann í sex
ár fyrr en í vor. Og þama var hún búin að þramma með honum
svo að segja hvíldarlaust síðan klukkan átta í morgun, allan guðs-
langan júnídaginn, eins og hann var nú stuttur eða hitt þó heldur,
og nú komið fram undir miðnætti. Svo var hann eiginlega ekk-
ert skemmtilegur eftir allt saman, dálítið stríðinn og merkilegur
með sig, þessi herra kandídat. Oj, bara! Og enn var áreiðanlega
tveggja tíma gangur til Hagavíkur, ef ekki meira.
„Mikið var nú fallegt að horfa yfir landið af Háafelli", sagði
Valur og þurrkaði af sér svitann með vasaklútnum. „Það borgaði
sig sannarlega að klífa þangað upp“.
„So-h!“ sagði hún og leit ekki á hann.
„Þessi gönguferð verður mér ógleymanleg", sagði hann.