Eimreiðin - 01.07.1952, Blaðsíða 48
200
FYRIR 200 ÁRUM . . .
eimreiðin
vægustu mynd — þó að samkvæmni sé ekki til að dreifa í þeim
efnum fremur en öðrum, því að greinarhöfundar höfðu óbundnar
hendur um túlkun viðfangsefnanna og báru sjálfir ábyrgð á því,
sem þeir lögðu til ritsins, og margir þeirra voru sannkristnir
þjónar kirkjunnar, eins og prestamir Morellet, Yvon og de Prades,
og jafnvel Condillac sjálfur.
í alfræðinni sjálfri var ekki beinlínis veitzt að kirkju og kristin-
dómi. En tveir áhrifamenn, sem höfðu hönd í bagga með fyrir-
tækinu — þeir Helvétius og von Holbach barón — voru yfirlýstir
andstæðingar allra trúarbragða. Helvétius, yfirskattheimtumaður
og auðmaður mikill, fæddur í París 1715, safnaði um sig fræði-
mönnum og rithöfundum og var hjálparhella alfræðihöfundanna
í hvívetna. Annars skrifaði hann ekkert í alfræðina, en ýmislegt
utan hennar, sem bar að sama brunni í skoðunum, en gekk þó
sýnu lengra í byltingaráttina. í riti sínu „um andann“ heldur
hann því fram, að einkahagsmunir séu og eigi að vera einasta
undirrót gerða vorra; dyggð sé ekki annað en kænlega dulbúin
eigingimi. Bók þessi var auðvitað bannfærð, og höfundurinn slapp
við sömu örlög með því að taka öll þau ummæli aftur, sem brutu
í bága við siðalærdóm kirkjunnar.
Barón von Holbach var Þjóðverji, ættaður frá Hildesheim, en
dvaldi lengst ævinnar í París. Heimili hans var samkomustaður
franskra mennta- og fræðimanna, sem flykktust þangað einkum
á matmálstímum, og hlaut hinn gestrisni barón fyrir það viður-
nefnið „yfirkokkur alfræðiskólans". I alfræðina skrifaði hann um
efnafræði. En nafnkunnasta tillag hans til bókmenntanna er ritið
„Náttúrukerfið", sem nefnt hefur verið biblía efnishyggjumanna
og er eiginlega samsafn af þeim niðurstöðum, sem hinir lærðu
gestir komust að á hinum mörgu umræðufundum þeirra í borð-
stofu von Holbachs, — niðurstöðum, sem ganga út á það að af-
nema beri öll trúarbrögð, allt, sem þeim sýndist að ekki fengi
staðizt dóm reynslunnar og heilbrigðrar skynsemi; menn hugsi
og eigi aðeins að hugsa um einkahagsmuni sína o. s. frv. Þetta
var bergmál af þeim skoðunum, sem mest ítök áttu í hugum al-
fræðihöfundanna, en þeir þorðu bara ekki að hampa þeim framan
í ritskoðenduma af praktískum ástæðum. Bók þessi hefur verið
talin lögbók guðleysisins, afneitun alls þess göfuga, fagra og góða
í sál mannsins. Goethe segir um hana í minningum sínum: „Það
lá við, að við hræddumst hana eins og draug.“
Kristin trúarbrögð voru fordæmd, en aðeins til að búa í haginn
fyrir nýja trú, skynsemistrúna, sem í stjómarbyltingunni fékk