Eimreiðin - 01.07.1952, Blaðsíða 34
186
VERNDARI SMÆLINGJANNA
eimreiðin
kúla, sem Brunnhóll heitir. Sjást enn leifar gamals brunns á
hólkollinum, og er hann enn í dag kallaður Barnábrunnur.
ömefnin þrjú, Kristrúnarhylur, Hengingarhlaða og Bama-
bmnnur, em talin allfom, sumir segja frá 16. eða 17. öld, og
þau eiga sér sameiginlega sögu, sem geymzt hefur í munnmæl-
um í Suðurdölum. Þau em á þessa leið:
Fyrir löngu síðan bjuggu fátæk hjón sem oftar í Koti. Hét
bóndinn Jóhannes, en konan Kristlaug. Þau áttu þrjú böm, ung,
en bú lítið, svo að forsjármönnum sveitarmála var allórótt þeirra
vegna, sérstaklega hafði sveitarhöfðinginn á Kinnarstöðum all-
hátt um þessa skoðun, landsdrottinn þeirra Kotshjóna, en grun-
ur lék á, að til þess lægju persónulegar ástæður, sem snertu
Kristlaugu, því að fús hafði hann verið í fyrstu til að leigja
henni og Jóhannesi kotið.
Jóhannes i Koti var gæflyndur maður og enginn skörungur
til vits né verks, en Kristlaug þótti forkur hinn mesti og heldur
skaphörð, enda hafði hún hlotið kaldsamt uppeldi, — hraknings-
barn á sveitarframfæri. En álitleg kona þótti hún í sjón.
Þegar Jóhannes og Kristlaug höfðu búið nokkur ár í Koti við
sára fátækt og síversnandi nábýli við Kinnarstaði, sérstaklega
milli sveitarhöfðingjans þar og Kristlaugar, gerði hið mesta gras-
leysis- og óþurrkasumar í Suðurdölum, og fylgdi því snjóavetur
með langvarandi jarðbönnum, jafnvel á beztu beitarjörðum-
Gerðust margir bændur heylitlir strax í þorralok, og sumir hey-
lausir. Meðal þeirra var Jóhannes í Koti.
I þann mund var það svo í Suðurdölum, að vilji Kinnarstaða-
bóndans, ríkasta manns sveitarinnar, var í raun og vem hin
óskráðu lög, sem breytt var eftir. Ef hann hjálpaði einhverj-
um, töldu aðrir sér skylt að veita hinum sama liðsinni sitt,
vildi Kinnarstaðabóndi ekki styðja bak einhvers, þurfti sá hinn
sami ekki að vænta sér annars staðar frá nokkurs stuðnings-
Þetta vissu þau Kristbjörg og Jóhannes í Koti eins og aðrir. Það
voru varla heldur aðrir aflögufærir um hey en sveitarhöfðing-
inn á Kinnarstöðum, og því var þeim nauðugur sá einn kostur
að biðja hann bjargar, ella skera allan búpening sinn niður.
Snemma morguns í góubyrjun kafaði Jóhannes ófærðina suð-
ur í Kinnarstaði og hitti sveitarhöfðingjann að máli, en þar voru
kaldar viðtökur. Synjaði Kinnarstaðarbóndi Jóhannesi allrai'