Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1952, Blaðsíða 68

Eimreiðin - 01.07.1952, Blaðsíða 68
220 LEIKLISTIN EIMREIÐIN Listdanzsýningar. Þjóðleikhúsið bauð upp á ballettdanz um mánaðamótin ágúst—september í ár, og voru danzarar frá Danmörku og Sví- þjóð mættir, að boði leikhús- stjóra. Auk þess var indverska danzmærin Lilavati, með sam- landa sínum, með í förinni. — 19 ballettdanzar eða danzþættir voru á efnisskrá. Úrvalskraftar voru að verki, þó að sumt á efnisskránni væri aðeins bútar úr ballettum og gæfi því ófull- komna mynd af þeim sem heild. Ballett (sem nefndur hefur verið leikdanz á íslenzku) er elzta tegund leiklistar, ekki sízt bendingaformin, sem svo mjög gætir í honum. Grikkir og Róm- verjar hinir fornu höfðu ball- ettinn í hávegum, og á Miðöld- unum var hann ein aðalskemmt- unin við hirðir konunga og keis- ara, svo sem í Frakklandi eftir að Katrín af Medici innleiddi hann þar. Konur tóku ekki þátt í ballett við hirðir í Evrópu fyrr en árið 1681, er fjórar danzmeyjar léku í ballettinum ,,Le Triomphe de l’Amour“. Síðan hafa konurnar hafið ball- ettinn til þess vegs, sem hann nýtur enn í dag, og sumar orðið heimsfrægar fyrir. Það var yndisþokki yfir danzi þeirra Margrethe Schanne og Kjeld Noack frá Danmörku, svo sem í þættinum úr Gisella eftir J. Coralli, og Gunnel Lindgren frá Svíþjóð sýndi mikla þjálfun í sólódanzinum „Plus que lente“ eftir Holmgren við músik eftir Debussy. Þá var fróðlegt að sjá þau Kruuse og Ingu Bergmann frá Málmey sýna nútíma danz- föll á svo raunhæfan hátt, að öll knæpumenning, allir jass- hnykkir og allar gúmmítuggu- geiflur vorrar aldar runnu þar saman í eitt. En það, sem gaf þessari sýningu glæstastan svip og nýstárlegastan, var danz ind- versku stúlkunnar Lilavati, en Sri S. Bose lék undir á trumbu. Hún sýndi 2000 ára gamlan suður-indverskan musterisdanz, túlkaði gamalt bendingamál indverskt úr frásagnardönzum, sté klassiskan musterisdanz frá Malabar-héraði og norður-ind- verskan hirðdanz. Hún túlkaði mannlegar tilfinningar með hreyfingum, bendingum og öðr- um látbrigðum á svo mælskan hátt, að tók fram öllum orða- lýsingum. Hinar 2000 mismun- andi handahreyfingar, sem ind- versk danzlist á yfir að ráða, áttu þarna framúrskarandi full- trúa. Hið dulræna og dáleiðandi seiðmagn í danzi Lilavati hafði djúptæk áhrif á leikhúsgestina, sem þökkuðu henni með dynj- andi lófataki. Annars hlutu allir danzararnir lófaklapp mikið —- og stundum skall gusan á þeim í miðjum leik — og þegar verst gegndi. Þessi ballettsýning er sögu- legur viðburður í íslenzku leik- listarlífi, því að þetta er í fyrsta sinn sem ballettsýning fyllir efnisskrá Þjóðleikhússins heilt leikkvöld. Það er nákvæmlega 250 árum eftir að sama gerðist í fyrsta sinni í Bretlandi, en það' var á Drury Lane leikhúsinu i London árið 1702. Sv. S.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.