Eimreiðin - 01.07.1952, Blaðsíða 46
198
FYRIR 200 ÁRUM . . .
eimreiðin
Voltaire, á að gera þá hlægilega sem halda, að forlög stjórni
heiminum. Diderot samdi einnig leikrit og allmargar heimspeki-
legar ritgerðir í samtalsformi, t. d. „Draum d’Alemberts", þar
sem því er haldið fram af mikilli mælsku, að lífsandi leynist í
öllu efni, og eins og lífverur geti orðið að steingervingum, eins
geti þróunin orðið á hinn veginn, steinar fái líf.
Þýzki fræðimaðurinn barón von Grimm gaf út í París á árunum
1753—90 bókmenntatímarit, sem hann kallaði Correspondance
littéraire o. s..frv. og er það hið gagnmerkasta samtímayfirlit yfir
franskar bókmenntir. Það kom út reglulega tvisvar á mánuði í
fáum handskrifuðum eintökum — það var ekki prentað fyrr en á
19. öld (1812—14) — og þau voru send áskrifendum, sem voru
ýmsir erlendir þjóðhöfðingjar, einkum þýzkir. Áskriftargjaldið
fór eftir efnum og ástæðum hinna tignu lesenda. Póllandskonung-
ur greiddi t. d. 400 franka, Katrín mikla 1500. — Grimm fékk
vin sinn Diderot til að skrifa í þetta rit um listsýningar þær, sem
haldnar voru þá í París annaðhvort ár. Diderot birti þar fjöl-
margar greinar, sem síðar komu út undir fyrirsögninni „Les
salons“ — listagagnrýni, þá alveg ný af nálinni sem bókmennta-
grein, er hún enn lesin einna helzt allra rita hans, byggð á ótrú-
lega víðtækri kunnáttu, skrifuð af leikandi fjöri og andríki, full
af snjöllum athugunum og krydduð allskonar skemmtilegum útúr-
dúrum. Þar er ekki frekar en í öðrum ritum Diderots boðuð nein
greinilega mörkuð stefna, ekkert kerfi byggt upp. Diderot var
ádeiluhöfundur, byltingarsinni, það er óhætt að segja niðurrifs-
maður, of reikull í ráði til að geta bent á nokkuð haldgott í stað-
inn fyrir það, sem hann vildi afnema, of sólginn í að vita allt,
til að geta vitað nokkuð til hlítar. Voltaire vildi ekki kalla Diderot
„fílósóf“ — unnanda vizkunnar, heldur fann honum nýtt heiti,
kallaði hann „pantophile", unnanda alls, mann sem lætur sér ekk-
ert vera óviðkomandi og vill leggja dóm sinn á allt. Þess vegna
verður ritsafn hans svo óendanlega fjölskrúðugt og misjafnt að
gæðum, á gildi sitt svo mjög fólgið í fögrum umbúðum andríkis
og ritsnilldar, en er svo tómlegt inn við kjarnann...
Helzti samverkamaður Diderots framan af, d’Alembert, var
fæddur 1717, hafði verið skilinn eftir nýfæddur við innganginn 1
skírnarkapellu Maríukirkjunnar í París og tekinn til fósturs af
vandalausum, sem veittu honum ágætt uppeldi. Það var ekki fyrr
en hann tók að fá orð á sig fyrir námsafrek og lærdóm, að for'
eldrarnir þorðu að segja til sín. Fyrst las hann lög, síðan læknis-
fræði, en að lokum varð það stærðfræðin, sem hann gaf sig allan