Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1952, Blaðsíða 45

Eimreiðin - 01.07.1952, Blaðsíða 45
EIMREIÐIN FYRIR 200 ÁRUM . . . 197 gera ráð fyrir að hann hefði látið af störfum, þegar hann þá væri orðinn 103 ára gamall. Sextugur að aldri gerði Diderot sér ferð til St. Pétursborgar og dvaldi þar í boði keisaradrottningar- innar í sjö mánuði. Þaðan kom hann, án þess að vera að neinu raði fróðari um Rússland, þótt hann skrifaði þá mikið mál um, hvernig bezt yrði stjórnað því víðlenda ríki; en því hrifnari var ^ann af hinu glæsta hirðlífi og einkum af drottningunni sjálfri, sem hann jós væmnu lofi fyrir víðsýni, stjómkænsku og örlæti. Eftir það sat Diderot í tíu ár enn við skrifborð sitt í París og vann ósleitilega að ýmsum ritstörfum alveg fram á dánardægur sitt. Hann varð bráðkvaddur 30. júlí 1784, 71 árs að aldri. — Samtímamenn Diderots dáðust einkum að starfsorku hans og f jöl- Þffittri kunnáttu. Einnig hafði hann mál og stíl svo fullkomlega á v&ldi sínu, að samning hinna fjarskyldustu ritverka var honum auðvekl sem leikur, ef efnið var fengið. Því skrifaði hann gjaman Urn hvað eina, sem hann var beðinn um, allt frá tæknilegum fræði- Sminum og niður í auglýsingapésa um nýja tegund af smyrslum. hess á milli samdi hann, eins og til afþreyingar frá hinum dag- egu störfum, öll hin persónulegustu og merkustu rit sín, sem f*st birtust á prenti fyrr en að honum látnum. Samtímamenn ans þekktu lítið til þeirra, og sjálfur hirti hann ekki um að láta pau koma fyrir annarra sjónir en góðkunningja. í’raman af ævinni þýddi hann nokkur heimspekirit eftir enska fhynsemistrúarmenn — deista —, sem voru mjög að hans smekk. Merot var óáreiðanlegur þýðandi, það svo, að hann skirrðist Jki yiÖ að bæta inn í þýðingarnar heilum köflum frá eigin brjósti. ú hans, „Heimspekilegar hugleiðingar“ (Pensées philosophiques), irtist án höfundarnafns 1746 og var dæmt á bálið sem villu- uarrit. Diderot gerðist þar málsvari frjálsrar hugsunar og sann- e'hsleitar, án aðhalds trúar: „Það er hægt að krefjast þess af |ner.“ segir hann, „að ég leiti sannleikans, en ekki, að ég finni ann.“ Hann réðst af furðulegum ofsa gegn kristindóminum, eigðist fyrst að skynsemistrú, síðar að hreinu guðleysi og efnis- f'Sgju: „Ég hef engan áhuga á því að vera kristinn, en ég hefði hert á móti því að trúa á guð,“ stendur þar. »Bréf um blinda menn, til þeirra, sem hafa sjón“ var einnig uat sem villutrúarrit og leiddi yfir höfundinn nokkurra mánaða ugelsisvist í Vincennes-kastala. Skáldsögur Diderots eru lang- egnar og sumar klúrar mjög (Bijoux indiscrets). Annars lét °uum vel að segja stuttar sögur. „Forlagatrúarmaðurinn Jacques °g herra hans“ er frásaga með líku sniði og „Birtingur" eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.