Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1952, Blaðsíða 67

Eimreiðin - 01.07.1952, Blaðsíða 67
eimreiðin LEIKLISTIN 219 leitað. Engum urðu heldur von- brigði að leik hennar í hlutverki Nóru, þar fór saman fágæt kunnátta og þó enn þá fágæt- ari andans auðlegð. Leikkon- unni lék í hendi að sýna hin mörgu og myndauðgu stig þró- unarinnar í nútímalegri endur- sögn snillings á grófri og frum- stæðri austurlenzkri þjóðsögu: sköpun konunnar úr rifi manns- ins. Aðeins saknaði maður þess, er sköpuninni var lokið og hin sjálfstæða nýja vera fer sína leið, en maðurinn, Þorvaldur, rekur upp sitt sársaukavein, að þá heyrðist ekki hið rökrétta en kaldranalega svar, sem Ibsen setur sem punkt eftir efninu: hurðarskellurinn í lok þriðja þáttar. Kannske hann hafi ann- ars drukknað í fagnaðarklappi kjólklæddra áhorfenda? Slíkum hefur oft orðið á að klappa í ótíma. Til aðstoðar við sýning- una voru nokkrir íslenzkir leik- urar. Þeir stóðu sig eftir atvik- um prýðilega, nema hvað Indr- iði Waage vildi endilega ætla, uð Rank læknir væri ættaður frá Pirandello en ekki Ibsen, og Haraldur Björnsson og Arndís Hjörnsdóttir voru ákaflega um- komulaus á leiksviðinu, er þau v°ru skilin þar eftir ein undir lokin.Valur Gíslason lagði sjálf- stæðan og út af fyrir sig virð- mgarverðan skilning í leik sinn 1 hlutverki Þorvalds Helmers, en svo var athyglin föst við leik frúarinnar, að það fór að mestu framhjá manni, að í rauninni var ómannúðlegt af henni að yfirgefa svona meinlausan og vil innrættan ektamaka, — en það var aldrei skrifað hjá Ib- sen. Brúðuheimili hlaut svo mikla aðsókn, að sýningar urðu fleiri en ætlað hafði verið í fyrstu og Þjóðleikhúsið fór sína fyrstu leikför, með leikritið til Akur- eyrar. En varla var sýningum lokið á Brúðuheimili, er upp kom Leðurblakan, óperetta með músik Johanns Strauss yngra, hjá sama Þjóðleikhúsi, og nú með gestum úr mörgum áttum. Frá Danmörku kom Elsa Sig- fúss, utan úr heimi Einar Krist- jánsson, svo hinir frægari ís- lenzku söngkraftar séu taldir fyrst, frá Svíþjóð leikstjórinn Simon Edwardsen og einhvers staðar úr Norðurlöndum heims- frægt danspar, Marianne Fröijdh og Holger Reenberg, ef ég kann að nefna það. Það er skemmst frá að segja, að Leðurblakan gerði „storm- andi lukku“, eins og kómedía Matthíasar á sínum tíma. 84 menn aðstoðuðu við sýninguna, og íburðinum var hvergi stillt í hóf. Samt græddist leikhúsinu fé á þessari sýningu eins og öllum öðrum gestaleikum, sem þar hafa verið, en þriggja mill- jón króna reksturshalli, sem skemmtanaskattur þriggja ára gerir ekki betur en rétt að borga, er allur á því, sem leik- húsið hefur sýnt þar fyrir utan. Væri svo vitlaust að loka, eins og þeir gera í Newcastle? L. S.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.