Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1952, Blaðsíða 41

Eimreiðin - 01.07.1952, Blaðsíða 41
EIMREIÐIN FYRIR 200 ÁRUM . . . 193 lnu... Og það voru fleiri. Hermálaráðunauturinn, greifinn af Argenson, hafði þegið það, að alfræðin væri tileinkuð honum „til marks um varanlegt þakklæti", og hann var of góður drengur til a<'1 láta það ósannast. En sá, sem átti hægast með að vera alfræði- höfundunum innan handar í þrengingum þeirra, var Malesherbes yfirritskoðari, frægur einkum fyrir það, að það féll í hans hlut löngu síðar að verja Loðvík 16. fyrir dómstóli stjómbyltingar- manna og verða síðan sjálfur leiddur undir fallöxina. Hann var viðsýnn maður og góðviljaður, mjög ákveðinn stuðningsmaður uPplýsingarinnar. Eitt sinn, er honum var kunnugt um, að hús- rannsókn stæði fyrir dyrum hjá Diderot, gerði hann honum að- Vart: „Sendið öll plögg yðar heim til mín, það fer enginn að leita Þeirra þar.“ Markgreifafrú Pompadour, Argenson og Malesherbes voru þrjár hjargvættir alfræðinnar í hinni fyrstu atrennu, sem gerð var til að hindra útkomu hennar. En önnur árásin var miklu hættulegri, °S þá kom enn til kasta þessara voldugu stuðningsmanna. Einkaleyfið var enn í gildi. Þriðja bindi alfræðinnar seinkaði Um 18 mánuði, en næstu bindi komu út reglulega, aðeins eitt á ari í stað tveggja, eins og lofað var, það sjöunda í nóvember 1757. í sjöunda bindinu var grein eftir d’Alembert um Genf, þar Sem hann segir, að prestar þar í borg séu „óvinir hjátrúarinnar", Þeir skoði sig aðeins sem „kennara í siðfræði“ og líti svo á, „að meginkjarni rétt-trúnaðar sé það, að kenna mönnum ekki neitt, Sem misbjóði heilbrigðri skynsemi". Meira þurfti ekki til þess, að aiilr andstæðingar alfræðinnar færu á stúfana og mótmæltu þeirri villukenningu, sem þeim fannst gefin í skyn með þessum um- m®lum, fengju meira að segja presta í Genf til að krefjast þess, að d’Alembert tæki orð sín aftur. Hann neitaði að vísu, en vegna arasa, sem alfræðin varð nú fyrir úr öllum áttum, treystist hann ehhi til að vera neitt bendlaður við fyrirtækið framvegis, og emur hann ekki meira við sögu þess. Mun það einkum hafa yaídið, að honum var annt um glæsilega þjóðfélagsstöðu sína og ir, og svo hitt, sem hann viðurkennir hreinskilnislega: „Ég °íunda þá, sem eru hugrakkir," segir hann, „en hvað mig sjálfan snertir, þá verð ég að játa, að mig skortir þann eiginleika.“ y ^°ltaire var einn alfræðinganna. Hann neytti fyrst allra ráða 1 þess að telja d’Alembert hughvarf, en reyndist, þegar á hólm- jg11 Var i<1C)rniÖ> engu hugaðri sjálfur. Hann skrifaði Diderot: „Far- til Lausanne, eða eitthvert annað, ef þér viljið halda áfram ^Peð verkið; það eru ekki 30 þúsund pund, heldur 200 þúsund, sem 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.