Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1952, Blaðsíða 50

Eimreiðin - 01.07.1952, Blaðsíða 50
202 FYRIR 200 ÁRUM . . . eimreiðin nema hvað á hann er minnzt í ýmsum yfirlitsritum, en nokkur brot úr verkum hans eru til í íslenzkri þýðingu, svo sem „Zadig“ (í hdr.), kafli úr þeirri frásögu — „Einsetumaðurinn“ — birtist í frönskum smásögum, útgefnum í Reykjavík 1911; „Heimspek- ingurinn Memnon, eða mannleg vizka“, birtist í blaðinu íslandi, Reykjavík 1935; „Saga af Karli tólfta Svíakonungi“, stytt þýðing úr dönsku, til á Landsbókasafninu í handriti eftir Gísla Konráðs- son, skrifuð 1841. Þá má og nefna kvæði Magnúsar Stephensens „Tímon og Voltaire“, sem er að efni til úr riti eftir Voltaire og birtist í Klausturpóstinum 1822. Nú fyrir nokkrum árum hefur loks einhver merkasta frásaga Voltaires — Candide — komið út á íslenzku og söguhetjan hlotið í þýðingunni hið bráðhnyttilega nafn „Birtingur“. í hópi hinna smærri spámanna, þeirra er í alfræðina skrifuðu, er margt annað stórmenni bókmenntasögunnar og svo vitanlega ýms miður þekkt nöfn. Montesquieu, hinn víðfrægi höfundur „persnesku bréfanna", færðist undan því í fyrstu að skrifa í al- fræðina, bar við elli — hann var fæddur 1689 — og svo því, að hann kynni ekki við að endurtaka fyrri skrif. Þó settist hann við að semja ritgerð í tómstundum sínum „um smekkvísi", en entist ekki aldur til að ljúka við hana að fullu. Það var eina greinin eftir hann, sem birtist í alfræðinni. Montesquieu naut mikils álits hin síðari ár ævinnar, og alfræðihöfundarnir virtu hann sem læri- föður. Víða vitna þeir í bók hans um „anda laganna", eins og 1 dómsniðurstöður, sem ekki verður áfrýjað. Ofurlítill kafli úr því riti, „áttundu bók, öðrum kapítula“, er prentaður í íslenzkri þýð' ingu í Lanztíðindunum 1850. Um bókmenntir almennt skrifaði ungur rithöfundur — Mar- montel —, sem þá var enn lítt kunnur. Hann varð frægur fyrir smásögur sínar, sem hann kallaði „siðlegar“ — contes moraux —> þó að sumar þeirra væri fjarri því að eiga kröfu til svo fróm- legrar nafngiftar. í „Vinagleði" Magnúsar Stephensens (Leirárg- 1797) birtust tvær sögur eftir Marmontel: „Lásus og Lydía“ og „Vonda móðirin“, báðar þýddar af Magnúsi „að mestu orðrétt', eins og hann segir. Marmontel gaf alfræðigreinar sínar út sér- prentaðar, með viðaukum, undir fyrirsögninni „Frumatriði bók- menntasögunnar' ‘. Um hagfræði, sem þá var ný vísindagrein, skrifaði Quesnay>
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.