Eimreiðin - 01.07.1952, Blaðsíða 50
202
FYRIR 200 ÁRUM . . .
eimreiðin
nema hvað á hann er minnzt í ýmsum yfirlitsritum, en nokkur
brot úr verkum hans eru til í íslenzkri þýðingu, svo sem „Zadig“
(í hdr.), kafli úr þeirri frásögu — „Einsetumaðurinn“ — birtist
í frönskum smásögum, útgefnum í Reykjavík 1911; „Heimspek-
ingurinn Memnon, eða mannleg vizka“, birtist í blaðinu íslandi,
Reykjavík 1935; „Saga af Karli tólfta Svíakonungi“, stytt þýðing
úr dönsku, til á Landsbókasafninu í handriti eftir Gísla Konráðs-
son, skrifuð 1841. Þá má og nefna kvæði Magnúsar Stephensens
„Tímon og Voltaire“, sem er að efni til úr riti eftir Voltaire og
birtist í Klausturpóstinum 1822. Nú fyrir nokkrum árum hefur
loks einhver merkasta frásaga Voltaires — Candide — komið
út á íslenzku og söguhetjan hlotið í þýðingunni hið bráðhnyttilega
nafn „Birtingur“.
í hópi hinna smærri spámanna, þeirra er í alfræðina skrifuðu,
er margt annað stórmenni bókmenntasögunnar og svo vitanlega
ýms miður þekkt nöfn. Montesquieu, hinn víðfrægi höfundur
„persnesku bréfanna", færðist undan því í fyrstu að skrifa í al-
fræðina, bar við elli — hann var fæddur 1689 — og svo því, að
hann kynni ekki við að endurtaka fyrri skrif. Þó settist hann við
að semja ritgerð í tómstundum sínum „um smekkvísi", en entist
ekki aldur til að ljúka við hana að fullu. Það var eina greinin
eftir hann, sem birtist í alfræðinni. Montesquieu naut mikils álits
hin síðari ár ævinnar, og alfræðihöfundarnir virtu hann sem læri-
föður. Víða vitna þeir í bók hans um „anda laganna", eins og 1
dómsniðurstöður, sem ekki verður áfrýjað. Ofurlítill kafli úr því
riti, „áttundu bók, öðrum kapítula“, er prentaður í íslenzkri þýð'
ingu í Lanztíðindunum 1850.
Um bókmenntir almennt skrifaði ungur rithöfundur — Mar-
montel —, sem þá var enn lítt kunnur. Hann varð frægur fyrir
smásögur sínar, sem hann kallaði „siðlegar“ — contes moraux —>
þó að sumar þeirra væri fjarri því að eiga kröfu til svo fróm-
legrar nafngiftar. í „Vinagleði" Magnúsar Stephensens (Leirárg-
1797) birtust tvær sögur eftir Marmontel: „Lásus og Lydía“ og
„Vonda móðirin“, báðar þýddar af Magnúsi „að mestu orðrétt',
eins og hann segir. Marmontel gaf alfræðigreinar sínar út sér-
prentaðar, með viðaukum, undir fyrirsögninni „Frumatriði bók-
menntasögunnar' ‘.
Um hagfræði, sem þá var ný vísindagrein, skrifaði Quesnay>