Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1952, Blaðsíða 66

Eimreiðin - 01.07.1952, Blaðsíða 66
LEIKLISTIN Brúðuheimili og Leðurblaka. Eftirmáli. Ég hef einu sinni staðið undr- andi gagnvart mikilli byggingu, hlaðinni úr þungum granít, svertri af kolareyk áratuga, gnæfandi upp úr húsaþyrping- unni bakatil og í öllum mikil- fengleik sínum, með grískum dyrasúlum og hvolfþaki, öld- ungis yfirþyrmandi útlendan og fákunnandi vegfaranda. Þetta var á torginu í enska kolabæn- um Newcastle-upon-Tyne, og á húsið, sem stóð þarna andspæn- is mér, var letrað með stórum stöfum: The Royal Theatre. Og ekki undraði það mig, þó að konunglegt leikhús væri jafnvel í Newcastle, því að Newcastle er á heimsmælikvarða stórborg og gott ef ekki heimsfræg, svo að hvers vegna skyldi hún ekki eiga sitt konunglega leikhús? En hitt furðaði mig stórlega — húsið var lokað. Á auglýsinga- spjöldum við dyrnar voru mán- aðargamlar auglýsingar um gestaleik heimsfrægra leikara frá London, sem höfðu komið við í þessu ágæta húsi á leik- ferð til Edinborgar. Aðspurður, leiddi einn góður Newcastle-búi mig í allan sannleika um hið mikla hús. Það borgaði sig ekki að leika í því, nema þegar gest- ir komu til bæjarins, — en ef ég hefði viðdvöl í bænum fram að jólum, og þeirra væri ekki langt að bíða, úr því komið væri fram í dezembermánuð, þá gæti ég fengið að sjá jóla-pantóm- ímu, sem leikarar staðarins uppfærðu. Var þetta þá öll leik- list í Newcastle? Nei, einhvers staðar í útjaðri bæjarins væri leikfélag, Rep-leikhús sem Eng- lendingar kalla, og héldi það uppi mjög athyglisverðri starf- semi. En stóra leikhúsið var fyrir gesti og borgarbúa í kjól og hvítu þrisvar fjórum sinn- um á ári og svo Skugga-Svein — nei, jóla-pantómímu. Varla höfðu hinir ágætu kon- unglegu leikarar hins danska þjóðleikhúss lokið sýningum sínum á „Det lykkelige Skib- brud“ eftir Holberg, er annar — og mér liggur við að segja — enn merkari gestaleikur hófst í Þjóðleikhúsi voru. Það var norska leikkonan Tora Seg- elcke, sem sýndi okkur hér í fá- sinninu afburða list sína með leik og leikstjóm í Brúðuheim- ili Ibsens. Óþarft er að taka fram, enda ekki farið leynt, að leikkonan er ein hin fremsta a Norðurlöndum og þó víðar væri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.