Eimreiðin - 01.07.1952, Blaðsíða 66
LEIKLISTIN
Brúðuheimili og Leðurblaka.
Eftirmáli.
Ég hef einu sinni staðið undr-
andi gagnvart mikilli byggingu,
hlaðinni úr þungum granít,
svertri af kolareyk áratuga,
gnæfandi upp úr húsaþyrping-
unni bakatil og í öllum mikil-
fengleik sínum, með grískum
dyrasúlum og hvolfþaki, öld-
ungis yfirþyrmandi útlendan og
fákunnandi vegfaranda. Þetta
var á torginu í enska kolabæn-
um Newcastle-upon-Tyne, og á
húsið, sem stóð þarna andspæn-
is mér, var letrað með stórum
stöfum: The Royal Theatre. Og
ekki undraði það mig, þó að
konunglegt leikhús væri jafnvel
í Newcastle, því að Newcastle
er á heimsmælikvarða stórborg
og gott ef ekki heimsfræg, svo
að hvers vegna skyldi hún ekki
eiga sitt konunglega leikhús?
En hitt furðaði mig stórlega —
húsið var lokað. Á auglýsinga-
spjöldum við dyrnar voru mán-
aðargamlar auglýsingar um
gestaleik heimsfrægra leikara
frá London, sem höfðu komið
við í þessu ágæta húsi á leik-
ferð til Edinborgar. Aðspurður,
leiddi einn góður Newcastle-búi
mig í allan sannleika um hið
mikla hús. Það borgaði sig ekki
að leika í því, nema þegar gest-
ir komu til bæjarins, — en ef
ég hefði viðdvöl í bænum fram
að jólum, og þeirra væri ekki
langt að bíða, úr því komið væri
fram í dezembermánuð, þá gæti
ég fengið að sjá jóla-pantóm-
ímu, sem leikarar staðarins
uppfærðu. Var þetta þá öll leik-
list í Newcastle? Nei, einhvers
staðar í útjaðri bæjarins væri
leikfélag, Rep-leikhús sem Eng-
lendingar kalla, og héldi það
uppi mjög athyglisverðri starf-
semi. En stóra leikhúsið var
fyrir gesti og borgarbúa í kjól
og hvítu þrisvar fjórum sinn-
um á ári og svo Skugga-Svein
— nei, jóla-pantómímu.
Varla höfðu hinir ágætu kon-
unglegu leikarar hins danska
þjóðleikhúss lokið sýningum
sínum á „Det lykkelige Skib-
brud“ eftir Holberg, er annar
— og mér liggur við að segja
— enn merkari gestaleikur
hófst í Þjóðleikhúsi voru. Það
var norska leikkonan Tora Seg-
elcke, sem sýndi okkur hér í fá-
sinninu afburða list sína með
leik og leikstjóm í Brúðuheim-
ili Ibsens. Óþarft er að taka
fram, enda ekki farið leynt, að
leikkonan er ein hin fremsta a
Norðurlöndum og þó víðar væri