Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1952, Síða 68

Eimreiðin - 01.07.1952, Síða 68
220 LEIKLISTIN EIMREIÐIN Listdanzsýningar. Þjóðleikhúsið bauð upp á ballettdanz um mánaðamótin ágúst—september í ár, og voru danzarar frá Danmörku og Sví- þjóð mættir, að boði leikhús- stjóra. Auk þess var indverska danzmærin Lilavati, með sam- landa sínum, með í förinni. — 19 ballettdanzar eða danzþættir voru á efnisskrá. Úrvalskraftar voru að verki, þó að sumt á efnisskránni væri aðeins bútar úr ballettum og gæfi því ófull- komna mynd af þeim sem heild. Ballett (sem nefndur hefur verið leikdanz á íslenzku) er elzta tegund leiklistar, ekki sízt bendingaformin, sem svo mjög gætir í honum. Grikkir og Róm- verjar hinir fornu höfðu ball- ettinn í hávegum, og á Miðöld- unum var hann ein aðalskemmt- unin við hirðir konunga og keis- ara, svo sem í Frakklandi eftir að Katrín af Medici innleiddi hann þar. Konur tóku ekki þátt í ballett við hirðir í Evrópu fyrr en árið 1681, er fjórar danzmeyjar léku í ballettinum ,,Le Triomphe de l’Amour“. Síðan hafa konurnar hafið ball- ettinn til þess vegs, sem hann nýtur enn í dag, og sumar orðið heimsfrægar fyrir. Það var yndisþokki yfir danzi þeirra Margrethe Schanne og Kjeld Noack frá Danmörku, svo sem í þættinum úr Gisella eftir J. Coralli, og Gunnel Lindgren frá Svíþjóð sýndi mikla þjálfun í sólódanzinum „Plus que lente“ eftir Holmgren við músik eftir Debussy. Þá var fróðlegt að sjá þau Kruuse og Ingu Bergmann frá Málmey sýna nútíma danz- föll á svo raunhæfan hátt, að öll knæpumenning, allir jass- hnykkir og allar gúmmítuggu- geiflur vorrar aldar runnu þar saman í eitt. En það, sem gaf þessari sýningu glæstastan svip og nýstárlegastan, var danz ind- versku stúlkunnar Lilavati, en Sri S. Bose lék undir á trumbu. Hún sýndi 2000 ára gamlan suður-indverskan musterisdanz, túlkaði gamalt bendingamál indverskt úr frásagnardönzum, sté klassiskan musterisdanz frá Malabar-héraði og norður-ind- verskan hirðdanz. Hún túlkaði mannlegar tilfinningar með hreyfingum, bendingum og öðr- um látbrigðum á svo mælskan hátt, að tók fram öllum orða- lýsingum. Hinar 2000 mismun- andi handahreyfingar, sem ind- versk danzlist á yfir að ráða, áttu þarna framúrskarandi full- trúa. Hið dulræna og dáleiðandi seiðmagn í danzi Lilavati hafði djúptæk áhrif á leikhúsgestina, sem þökkuðu henni með dynj- andi lófataki. Annars hlutu allir danzararnir lófaklapp mikið —- og stundum skall gusan á þeim í miðjum leik — og þegar verst gegndi. Þessi ballettsýning er sögu- legur viðburður í íslenzku leik- listarlífi, því að þetta er í fyrsta sinn sem ballettsýning fyllir efnisskrá Þjóðleikhússins heilt leikkvöld. Það er nákvæmlega 250 árum eftir að sama gerðist í fyrsta sinni í Bretlandi, en það' var á Drury Lane leikhúsinu i London árið 1702. Sv. S.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.