Eimreiðin - 01.07.1957, Blaðsíða 19
NOKKUR ORÐ UM BÓKMENNTAKENNSLU
171
Og irá síðari öldum:
Eggert:
Öfund knýr og eltir mig
til ókunnugra þjóða,
fæ ég ekki að faðma þig,
fósturlandið góða!
Grímur:
í átthagana andinn leitar,
þó ei sé loðið þar til beitar,
og forsælu þar finnur hjartað,
þó fátækt sé um skógarhögg.
Sá er beztur sálargróður,
sem að vex í skauti móður,
en rótarslitinn visnar vísir,
þó vökvist hlýrri morgundögg.
Jón Helgason:
Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
Minnumst þess ávallt, að því fylgir ábyrgð að vera íslend-
U1gur. Samíielld menning þjóðarinnar er fenginn okkur í
hendur til varðveizlu og eflingar. Engin ljós hafa skærar
brunnið með norrænum þjóðum en þau, sem tendruð voru
þjóð okkar, jafnvel á þeim öldum, er verst horfði. Líf
þeirra er í liöndum okkar. Og myndi nokkur svívirða hörmu-
]egri en að glata þeim verðmætum, sem þjóðin á dýrst, þeim
verðmætum, sem gera okkur, 170 þúsundir manna, að sér-
stakri þjóð?