Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1957, Blaðsíða 52

Eimreiðin - 01.07.1957, Blaðsíða 52
204 EIMREIÐIN herbergi gesta. Eftir að nýi bærinn kom, skrifaði faðir minn oftast í stofu niðri, en svefnherbergin voru uppi á lofti, nema eitt gestaherbergi. Sá bær brann, er séra Tryggvi Hjörleifsson var prestur á Mælifelli. Brann þá einnig kirkja sú, er faðir minn lét byggja. Skírnarfont mikinn úr eir átti kirkjan og biblíu á þýzku, stóra með myndum, ásamt fleiri gripum. Munu þeir flestir hafa brunnið. Einnig brunnu eða sviðnuðu kirkjubækur allar. Var það mikill skaði. Þó munu þær hafa verið læsilegar flestar, og er afrit af þeim í sýslubókasafninu á Sauðárkróki. Jólagjafir voru ekki gefnar á æskuárum mínum á heimih foreldra minna aðrar en föt, en margir fengu ný spariföt. Aftur á móti voru oft gefnar gjafir á sumardaginn fyrsta, — sumargjafir. Sumardagurinn fyrsti var mikill hátíðisdagur á Norðurlandi. Þegar tíð var góð, buðu foreldrar mínir ná- grönnum til veizlu og leika. Man ég eftir einum slíkum blíð- viðrisdegi, er fjöldi fólks kom að Mælifelli, frá Starrastöðum Þorgrímur bóndi (ekkjumaður) og þrjár ungar dætur, Bjarm Benediktsson í Hamarsgerði, kona og dóttir, Eyjólfur og Mar- grét frá Mælifellsá og elztu synir þeirra, Ámi á Nautabún Steinunn kona hans og börn þeirra tvö hin elztu. Var þá farið í leiki á túninu, höfrungaleik, glímur, stórfiskaleik og skolla- leik, etið og drukkið kaffi. Vín var ekki haft um hönd- Skemmti fólk sér mjög vel í vorblíðunni. Mun þar alls hafa verið nálega 40 manns. Þegar þetta gerðist, var ég 10 ára, en áður man ég eftir einum blíðum sumarmálum. Þá var einnig mikill gleðskapur á Mælifelli og margir gestir. En oft var kalt um sumarmál, snjór og hríðar, einkum er færðist nær aldamótum. Þá lágu hafísar mánuðum saman landfastir, og fram eftir öllu vori var hafísinn ýmist að lóna frá landi eða fylla fjörðinn, svo að hvergi sást út yfir, hafþök af snjó- hvítum ís! Var það óhugnanleg sjón, er hið bláa haf hvarf undir hina „fljótandi álfu“, sem Einar Benediktsson nefnh svo. En þrátt fyrir vetrartíð og kulda var ætíð haldið upp ^ fyrsta sumardag á heimili foreldra minna, bæði á Mælifelh og annars staðar, þar sem þau dvöldu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.