Eimreiðin - 01.07.1957, Blaðsíða 82
234
EIMREIÐIN
sársauk;i, sinni lífsnautn og sínum
lífstrega, sinni sektartilfinningu og
aflausnarþrá, og lesandanum verð-
ur fyrir að hugsa sem svo:
Vilhjálmur frá Skáholti er orð-
inn góðskáld, en ef honum tækist
að fága svo heildir kvæða sinna, að
þar styngju ekki steypugallar í
augu, þá mundu ljóð hans, svo
mjög sent þar er leikið á liina
dýpstu og viðkvæmustu strengi
mannlegs tilfinningalífs, skipa lion-
um sess með vinsælustu listaskáld-
um þjóðar sinnar.
Guðmundur Gislasou Hagalin.
Guðmundur l'rirnann: SONGV-
AR FRÁ SUMARENGJUM.
Útgáfan Dögun. 1951.
Það er bjartara yfir seinustu bók
Guðmundar Frímanns en nokk-
urri annarri, sent frá hans liendi
hefur komið. Einmitt söngvarnir
frá sumarengjum bernsku og átt-
haga gera hana hugljúfa, aðdáun-
arverða og minnisstæða. Aður var
sem skáldið kenndi ávallt svo mik-
illar sektartilfinningar, þegar liann
leitaði á vit bernskuhaganna, að
bikar samfundanna varð blandinn
beiskju. Hann minnist raunar nú
á heitrof í hinu fallega kvæði Úr
hafvillu áranna — en samt sem áð-
ur er það fyrst og fremst sæl nautn
fegurðar og minninga, sem mótar
kvæðið — og raunar öll hin mörgu
og fögru ljóð í þessari b(>k, sem
fjalla um skylt clni. I áðurnefndu
kvæði segir svo:
Unr dalinn fer golan ástljúf
og hásumarhlý,
og himinninn sólroðinn speglast
í tjörn og flæði.
Hér heyri ég livarvetna nafnið
mitt kallað á ný,
hér niðar í eyrum mér blómstef
og liljukvæði.
Og Jtessu — að skáldið ltefur kom-
izt í sátt við átthagana eða öllu
heklur sjálfan sig, losnað við þá
sektartilfinningu, sent fylgdi hon-
um, eftir að hann yfirgaf ætt og
óðal, án Jtess þé>, að liann fyndi
sig njóta sín á öðrum vettvangi —
fylgir sú listræna blessun, að allt
þarna í bernskuhögunum gæðist
persónulegu lífi og myndir skálds-
itis verða hvort tveggja í senn,
skáldlegar og ferskar:
Nú ríkir ein um alla byggð
jafnörlát og forðum
hin ljósa nótt með lindamjöð
og lyngöl á borðum.
Við sjáum líka „sílalætin smá og
kvik", störin verður að engjakonu,
og í grasi flóans morar af lífi:
Leika sér sígliið sílisbörn
saman í ferginspytti.
Stendur í grænni stekkjartjörn
störin vot upp í mitti. . .
Snigillinn krappa krókaslóð
kuðnng sinn ber urn flóa.
Kónguló vafrar vegamóð
víðáttur hulduskóga.
Af slíkum niyndunt, slíku lífi cr
gnægð í Jtessari bók, og við njót-
um með skáldinu, þar sem hann
nýtur sinna sérréttinda:
Mýksta lokk í fífuflá
fæ ég einn að greiða.
Eða þegar svo vel lætur, „að gatJ
an upp í selið er draumavíði vafm-
Því má svo bæta hér við, að hið