Eimreiðin - 01.07.1957, Blaðsíða 36
188
EIMREIÐIN
Prensa, en sérkennilegustu röddina hefur gömul kerling, sem
jafnan stendur á horni Ramblas og Pelayostrætis. Hún er
alltaf með sama blaðið: La ultima hora, La ultima hora.
Asnakerrur fara skröltandi um Ramblas, tröllslegir vagn-
hestar draga ferleg æki, sporvagnar glymja og skella, leigu-
bílstjórar þeyta homin, og bóksalar hrópa nöfn á varningi
sínum út yfir múginn. Götusali gellur hátt um ágæti sauma-
vélanála, og annar klappar byssu og sýnir skotfimi sína. Ég
reyni að tala við konu mína, en hún heyrir ekki til mín
fyrir hávaða. Þá flautar lögregluþjónn, hátt og skerandi, og
sífelldur glymjandinn verður að beljandi öskri á samri stundu.
í hverjum bíl er lúður þeyttur, í hverjum sporvagni bjalla
slegin, hemlar rymja, og langferðabifreið nemur staðar. Upp
úr hávaðanum rís eitt ægilegasta hljóð, sem heyra má, æðis-
legt hnegg hests í fjörbrotum. Á miðri götu liggur vagninn
á hliðinni, og hesturinn, risastór skepna, teygir hausinn upp
í loftið og — æpir. Farþegar í langferðabílnum standa við
gluggana, og drýpur af þeim blóðið. Ekillinn stendur við
hlið hestsins síns, aleigu sinnar og eina vinar, og grætur.
Snöggvast verður þögn. Þá kemur kerlingin af horni Pel-
ayostrætis og Ramblas á móti mér, haltrandi skrefum, veifar
blaði sínu með ögrandi handatilburðum og hrópar nornar-
legum, allt að því ómennskum rómi: La ultima hora, La
ultima hora, síðasta stundin, síðasta stundin.
Ég vík úr vegi, gripinn ugg.
Skothvellur.
Um leið byrjar hávaðinn aftur, samur og fyrr. Lífið flýtur
á ný um farveg sinn, og ég, einn dropi í ánni Ramblas, hraða
mér heim.
Daginn eftir kem ég út um tíuleytið. Filmusalinn heilsar
mér, og kaffisölukonan kinkar brosandi kolli. Eitthvað er
breytt. Hávaðinn er eins mikill og áður, en ekki samur. Spor-
vagnar þjóta, og bílar bruna sem fyrr, en það er einhver vél
hér í námunda, sem yfirgnæfir þá, hugsa ég. Ég skima spyrj-
andi í kringum mig, unz bakarasendillinn, sem ber rjóma-
kökubakka á höfðinu, bendir mér upp á við. Og sjá: í hverju
einasta tré á Ramblas sitja hundruð spörfugla og gala og
tísta og yfirgnæfa götuskarkalann.