Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1957, Qupperneq 36

Eimreiðin - 01.07.1957, Qupperneq 36
188 EIMREIÐIN Prensa, en sérkennilegustu röddina hefur gömul kerling, sem jafnan stendur á horni Ramblas og Pelayostrætis. Hún er alltaf með sama blaðið: La ultima hora, La ultima hora. Asnakerrur fara skröltandi um Ramblas, tröllslegir vagn- hestar draga ferleg æki, sporvagnar glymja og skella, leigu- bílstjórar þeyta homin, og bóksalar hrópa nöfn á varningi sínum út yfir múginn. Götusali gellur hátt um ágæti sauma- vélanála, og annar klappar byssu og sýnir skotfimi sína. Ég reyni að tala við konu mína, en hún heyrir ekki til mín fyrir hávaða. Þá flautar lögregluþjónn, hátt og skerandi, og sífelldur glymjandinn verður að beljandi öskri á samri stundu. í hverjum bíl er lúður þeyttur, í hverjum sporvagni bjalla slegin, hemlar rymja, og langferðabifreið nemur staðar. Upp úr hávaðanum rís eitt ægilegasta hljóð, sem heyra má, æðis- legt hnegg hests í fjörbrotum. Á miðri götu liggur vagninn á hliðinni, og hesturinn, risastór skepna, teygir hausinn upp í loftið og — æpir. Farþegar í langferðabílnum standa við gluggana, og drýpur af þeim blóðið. Ekillinn stendur við hlið hestsins síns, aleigu sinnar og eina vinar, og grætur. Snöggvast verður þögn. Þá kemur kerlingin af horni Pel- ayostrætis og Ramblas á móti mér, haltrandi skrefum, veifar blaði sínu með ögrandi handatilburðum og hrópar nornar- legum, allt að því ómennskum rómi: La ultima hora, La ultima hora, síðasta stundin, síðasta stundin. Ég vík úr vegi, gripinn ugg. Skothvellur. Um leið byrjar hávaðinn aftur, samur og fyrr. Lífið flýtur á ný um farveg sinn, og ég, einn dropi í ánni Ramblas, hraða mér heim. Daginn eftir kem ég út um tíuleytið. Filmusalinn heilsar mér, og kaffisölukonan kinkar brosandi kolli. Eitthvað er breytt. Hávaðinn er eins mikill og áður, en ekki samur. Spor- vagnar þjóta, og bílar bruna sem fyrr, en það er einhver vél hér í námunda, sem yfirgnæfir þá, hugsa ég. Ég skima spyrj- andi í kringum mig, unz bakarasendillinn, sem ber rjóma- kökubakka á höfðinu, bendir mér upp á við. Og sjá: í hverju einasta tré á Ramblas sitja hundruð spörfugla og gala og tísta og yfirgnæfa götuskarkalann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.