Eimreiðin - 01.07.1957, Blaðsíða 40
192
EIMREIÐIN
mundi koma, staulaðist við olnboga í spýtubrakinu og hrærð-
ist ekki. Augu hennar flöktu milli skuggans og mannsins.
Svo byrjaði liann:
„Mig dreymir um eina alveldissál,
um anda, sem gerir steina að brauði.
Minn hlátur er sorg. Við skrum og við skál
í skotsilfri bruðla ég hjarta míns auði.
Mungátin sjálf hún ber moldarkeim.
Er mælt hér eitt orð, sem ei fyrr var kunnað?
Eg leita mig dauðan um lifenda heim,
að ljósi þess hvarms, sem ég get unnað.
Leita mig dauðan. Leita mig dauðan um lifenda heim...“
Framsögn hans dó út í þessari endurtekningu. Hendur hans
féllu, og höfuðið drúpti. Þögnin varð alger, eins og myndazt
hefði loftlaust tóm á milli þeirra.
Hinum megin við skuggahliðar húsanna voru þó bjartar
götur, og glaðværar unglingaraddir heyrðust gegnum ofvæni
þagnarinnar, ef vel var hlustað.
Hann gekk til hennar, eins og hann allt í einu uppgötvaði
nærveru hennar. Hann var svartur — og hann sparn fæti við
spýtubrakinu, sem hún lá á.
„Quo vadis?“ sagði hann. Röddin var slöpp og hljómlaus.
„Hættu nú þessari vitleysu. Komdu nú heim,“ sagði kon-
an og mjakaði sér örlítið til á brakinu.
„Quo vadis?“ sagði hann aftur og sparkaði enn.
„Ha?“ sagði konan.
„Fífll Hvert ætlarðu?" sagði hann og spurði.
„Heim. Við verðum að fara heim,“ umlaði hún.
Þá byrjaði hann aftur:
„En örlætið glatar frændsemi og fylgd.
Fagna skal hóglega kynni og vinum.
Svo stopult er margt í venzlum og vild,
— vinnirðu einn, þá týnirðu hinum."
„Hættu nú þessari þvælu,“ bað konan enn og stundi.
En hann hélt áfram eins og röddin leyfði og máttur tung'
unnar megnaði: