Eimreiðin - 01.07.1957, Blaðsíða 24
176
EIMREIÐIN
þess glötuð. En því eru orð mín ekki fleiri, að þeim er eigi
trúað, hvíti maður.
Hann spennti greipar í kjöltu sér og leit niður; andlit hans
var kyrrt og fagurt sem líkneski skorið í brúnan við. Þannig
sat hann lengi fjarlægur og einmana, starandi í djúpri þögn
á sandinn við fætur sér.
Foringi leiðangursins tók upp pening; hann kastaði mynt-
inni að fótum mannsins og sagði:
— Kasim Ahmed, seg þú okkur sögu þína, því að eigi mun
hún ömurlegri en þögn þessara sanda.
Maðurinn tók upp peninginn, velti honum í lófa sér og
sagði með mildu brosi:
— Hvíti maður, sannleikurinn verður hvorki keyptur né
metinn — hann er.
Hann lét peninginn falla í sandinn, gróf hann undir hæli
sér um leið og hann sagði:
— Herra, þetta er sagan af konungi Amíta, hinum mikla
Amítusi, er ríkti yfir gervöllu landinu milli vatnanna, þar
sem nú er sléttan, brennd af sól um daga og frosti um nætur.
Það var í fyrsta sumarmánuði, nokkru fyrir sáningu, að
konungurinn gekk til véfréttarinnar í Atom til að fá vitneskju
um, hvort myndi farsælla, að sá með vaxandi tungli eða á
síðasta kvartili. Og þegar konungurinn hafði fómað Gyðjunni
hvítri geit og uxa þrílitum, heyrðist rödd véfréttarinnar, sem
sagði:
— Konungurinn í Atom sáir, en konungurinn í Tríkótaníu
uppsker, því að musteri Tríkótans er skreytt gulli og roða-
steinum; en þar, sem ríkir guðir drottna, er valdið; því upp-
sker Tríkótan akur Amítusar.
Það sló felmtri á söfnuðinn. Prestarnir hófu söngva og
bænalestur til að milda reiði Gyðjunnar, en konungurinn stóð
þögull við blótstallinn. Þá steig fram æðstiprestur musterisins
og mælti:
— Ó, herra, hvers virði er allt gull veraldar án blessunar
guðanna? Vér höfum heyrt rödd hinna ódauðlegu, og því skilj'
um vér, að Gyðjuna vantar gull og roðasteina í kórónu hins
Eina og Sanna, svo að dýrð hans megi verða lýðnum augljós
og sýnileg, og vald hans sem mest yfir hinu illa.