Eimreiðin - 01.07.1957, Blaðsíða 18
170
EIMREIÐIN
ur. Og svo er koinið, að flestir eru orðnir óhæfir til að
skemmta s é r. Skemmtunin er orðin markaðsvara og oft
svikin. Víða hefur þetta þær afleiðingar, að félagslíf allt er
drepið í dróma. Fólk nennir ekki að leggja neitt á sig. Það
er þægilegra að fara í kvikmyndahús en að fórna tíma til
að undirbúa skemmtanir við erfiðar aðstæður. Og margir
hafa vart komizt í kynni við þá ánægju, sem fólgin er í því
að vinna að skapandi félagsstörfum. Á þessu sviði eiga ís-
lenzkir skólar mikið verk óunnið. Einn þáttur þess er að
venja nemendur á að njóta þess að fara með íslenzkt mál,
laust og bundið.
Bókmenntanámið getur verið mjög fjölbreytt og ánægju-
legt, ef vel er á haldið og tími nægur. Það getur þroskað og
skerpt skilning nemendanna. Ég nefni dæmi: Kennarinn fjöl-
ritar vísu eða kvæði, sem ber glögg einkenni ákveðins höf-
undar. Auðvitað rná það einnig vera sögukafli. Hinum fjöl-
rituðu blöðum er síðan dreift meðal nemendanna. Þeir eiga
svo að leiða rök að, hver höfundurinn sé og jafnvel, ef um
brot er að ræða, úr hvaða kvæði eða sögu hið fjölritaða efni
sé. En minnist þessa: Það efni, sem notað er til þessara hluta,
verður að bera glögg einkenni höfundar síns, en má þó ekki
vera öllum kunnugt. Til dæmis um vísu, sem tilvalin er til
þessa, má nefna:
Veikur maður, hræðstu eigi, lilýddu,
hreyk þér eigi, þoldu, stríddu.
Þú ert strá, en stórt er drottins vald.
Hél og fár þér finnst á þínum vegi;
fávís maður, vittu, svo er eigi,
haltu fast í herrans klæðafald.
Lát svo geisa lögmál fjörs og nauða,
lífið hvorki skilur þú né hel:
Trú þú: — upp úr djúpi dauða
drottins rennur fagrahvel.
Hrúpir Höfði,
dauðr er Þengill,
hlæja hlíðir
við Hallsteini.