Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1957, Blaðsíða 48

Eimreiðin - 01.07.1957, Blaðsíða 48
200 EIMREIÐIN en sonur hans, Ólafur, hefur einnig gert þá jörð fræga með prýðilegum byggingum og jarðabótum. Ólafur í Ási sendi syni sína til útlanda til mennta og frama. Meðal þeirra var Björn augnlæknir, sem var landskunnur á sínum tíma. Eftir að Gunnar dó og ekkja hans fór frá Ási, bjó Guðmundur lengi einn á jörðinni. Hann var annálaður dugnaðar- og heiðurs- maður, trygglyndur og vinfastur. Síðan búa þar sonur hans og dóttir, sitt á hvorum helmingi jarðarinnar. Er útlit fyrir að jörðin haldist enn lengi í ættinni, því að þau eiga mörg börn; en ég held að Ás hafi nú verið í eigu ættar þessarar um 180 ár. — Man ég, að mér þótti glæsilegt að koma að Ási. Átti ég eftir að koma þar oft, er ég var á Ríp, og var þar jafnan gott að koma. — Um viðstöðuna í Ási man ég lítið, en hún var löng. Munum við hafa borðað þar miðdegisverð. Reið Guðmundur Ólafsson með okkur austur að Vatnabrú. Er við riðum út bakkana fram með austari kvíslum Héraðs- vatna, leit ég sjón, sem ég aldrei gleymi. Á bakkanum hinum megin sá ég liggja milli 10 og 20 skepnur, langar og sívalar með hundshausum, en fótalausar, að mér sýndist. Ég hafði að vísu hugmynd um skepnur þessar og hafði séð myndir af þeim, en ég hafði aldrei séð sel áður. Er við nálguðumst stað- inn, byltu þeir sér í fljótið, hver eftir annan, með miklum skvettum og busli. Svo komu hausarnir upp úr vatninu hver eftir annan. Flýttu selirnir sér niður eftir ánni, voru styggir, enda talsvert eltir með skotum. Á þeim tímum og fram yfir aldamót gekk selur mjög upp Héraðsvötn, allt fram í Grund- arnes, eða um 20 kílómetra frá ósum. Kæptu þeir þar á vorin. Þetta var landselur. Helztu selaskyttur voru þá þeir Jón í Nesi og Guðmundur í Ási, einkum þá orðið Jón. — En svo fengu menn sér riffla, þar á meðal Þórður Gunnarsson á Lóni. Hann strádrap selinn, er hann lá á skörinni við austurós Vatn- anna á vetrin, svo að nú sést aldrei selur í Héraðsvötnum. Sennilega hefur silungsveiði vaxið við seladráp Þórðar, en mikið hef ég saknað þess að sjá þar ekki sel, er ég hef komið norður á síðari árum. Náttúran er eitthvað fátæklegri og fá- breyttari. Auk þess er fuglalíf nú miklum mun minna og fátæklegra í Skagafirði en áður var. Veit ég ekki, hvort þvi valda veiðar eða einhver óáran í dýralífi landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.