Eimreiðin - 01.07.1957, Blaðsíða 13
NOKKUR ORÐ UM BÓKMENNTAKENNSLU
165
hugaverðir í sambandi við bókmenntakennslu, og miða ég
þá við gagnafræðastigið:
Áreiðanlegt er, að allverulegur hluti barna og unglinga
hefur aldrei vanizt á að hlusta á lesið efni til að njóta þess.
Því er nauðsynlegt að venja nemendurna við að hlusta. Áður
en kennsla hefst á morgnana er gott að lesa þeim annaðhvort
lítið ljóð, brot úr ljóði, spaklega eða vel orðaða grein eða
annað þess háttar. Og umfram allt: Það er bezt að lesa sama
Ijóðið og sömu greinina oftar en einu sinni, helzt oft, jafn-
vel það oft, að meginþorri barnanna læri það, sem lesið er.
Sé ég veg og vörður
vísa upp í móti.
Styrk þarf til að standa,
stikla á eggjagrjóti.
Uppi á bláu bergi
blikar óskalindin.
Blessun bíður þeirra,
sem brjótast upp á tindinn.
hað bam, sem numið hefur klið og hrynjandi þessarar vísu,
töfra hennar og mið, mun áreiðanlega alloft hvarfla huga til
hennar, njóta hennar og nema af henni. Og rétt er að geta
höfunda þeirra, sem lesið er eftir, ekki aðeins í fyrsta skipti,
Sem lesið er, heldur í hvert sinn. Einnig er gott að drepa á til-
efni kvæðis og tengja þennan morgunlestur merkisdögum,
d. afmælum og ártíðum merkra íslendinga, svo og 1. des-
ember o. fl.
Horfi ég á höggstokk:
Herra lífs og dauða,
dæm nú þér til dýrðar
dropana mína rauða.
Fylgi mér til moldar
mín hin fornu vígi:
fylgist þá til foldar
falstrú öll og lygi!
Állir vita, hvaða dag mundi eiga að lesa þessa vísu. Og hvaða
Unglingur hefur ekki ómetanlegt gagn af að láta þessar hljóm-
fögru og spaklegu setningar syngja sig inn í sál sína?: