Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1957, Síða 24

Eimreiðin - 01.07.1957, Síða 24
176 EIMREIÐIN þess glötuð. En því eru orð mín ekki fleiri, að þeim er eigi trúað, hvíti maður. Hann spennti greipar í kjöltu sér og leit niður; andlit hans var kyrrt og fagurt sem líkneski skorið í brúnan við. Þannig sat hann lengi fjarlægur og einmana, starandi í djúpri þögn á sandinn við fætur sér. Foringi leiðangursins tók upp pening; hann kastaði mynt- inni að fótum mannsins og sagði: — Kasim Ahmed, seg þú okkur sögu þína, því að eigi mun hún ömurlegri en þögn þessara sanda. Maðurinn tók upp peninginn, velti honum í lófa sér og sagði með mildu brosi: — Hvíti maður, sannleikurinn verður hvorki keyptur né metinn — hann er. Hann lét peninginn falla í sandinn, gróf hann undir hæli sér um leið og hann sagði: — Herra, þetta er sagan af konungi Amíta, hinum mikla Amítusi, er ríkti yfir gervöllu landinu milli vatnanna, þar sem nú er sléttan, brennd af sól um daga og frosti um nætur. Það var í fyrsta sumarmánuði, nokkru fyrir sáningu, að konungurinn gekk til véfréttarinnar í Atom til að fá vitneskju um, hvort myndi farsælla, að sá með vaxandi tungli eða á síðasta kvartili. Og þegar konungurinn hafði fómað Gyðjunni hvítri geit og uxa þrílitum, heyrðist rödd véfréttarinnar, sem sagði: — Konungurinn í Atom sáir, en konungurinn í Tríkótaníu uppsker, því að musteri Tríkótans er skreytt gulli og roða- steinum; en þar, sem ríkir guðir drottna, er valdið; því upp- sker Tríkótan akur Amítusar. Það sló felmtri á söfnuðinn. Prestarnir hófu söngva og bænalestur til að milda reiði Gyðjunnar, en konungurinn stóð þögull við blótstallinn. Þá steig fram æðstiprestur musterisins og mælti: — Ó, herra, hvers virði er allt gull veraldar án blessunar guðanna? Vér höfum heyrt rödd hinna ódauðlegu, og því skilj' um vér, að Gyðjuna vantar gull og roðasteina í kórónu hins Eina og Sanna, svo að dýrð hans megi verða lýðnum augljós og sýnileg, og vald hans sem mest yfir hinu illa.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.