Eimreiðin - 01.04.1958, Page 13
EIMREIÐIN
85
brott með sér nálega helming eigna þinna, það veit ég ekki
fyrir víst. Helzt er ég þó á því, og sömuleiðis að þú hafir tekið
þetta allt mjög nærri þér. Og þú hefur án efa hugsað margt.
Má vera að þú hafir meðal annars hugsað sem svo: „Mennt-
unarlaus kaupsýslumaður, dæmdur til að deyja út. Guð á
himnum, er þetta þá útkoman? Gleymdur um leið og mað-
ur er dauður og nafnið manns ekki framar nefnt!“
Síðan kom seinna stríðið og öll tækifærin, og þú notaðir
þau, Baldur Freyr. Þú brunaðir tvíefldur fram á vígvöll at-
hafnalífsins og græddir milljónir. Talið er að þú hafir stund-
um teflt nokkuð djarft, ekki aðeins með fjármunina, heldur
°g mannorðið fyrst og fremst, æruna þína, vinur, en þú
slappst. Þú slappst. Menn og verðmæti sukku í saltan sjó, en
hagsmunir þínir flutu uppi og björguðust, og æran með. Þeir
voru ekki allir jafnheppnir og þú, eða slyngir kannski, leik-
braeður þínir, en meðan smyglmálið fræga var í rannsókn er
sagt að þú hafir heitið á Strandarkirkju. Þó mun dollara-
hneykslið árið eftir hafa gengið enn nær þér, enda ekkert
oema guðs órannsakanleg forsjón, sem þá forðaði þér frá
bigthúsinu, Baldur Freyr.
Eftir það tókst þú að kenna vanheilsu og hættir að leggja
undir í fjárhættuspili íslenzkrar athafnasemi. Þú settist í
helgan stein, mikils til. — Æ, þetta hjarta, sem farið var að slá
oreglulega, það vakti þér marga hugsun nýstárlega: Til hvers
Var þessi hættusigling framin og gildum sjóðum borgið í land,
ef enginn fagnar þér heimkomnum, né frægir þína för? „Bráð-
um dauður," datt þér í hug, — voru þá engin ráð til að lifa
af sinn eigin dauðdaga? — Jú, þér kom ráð í hug: að stofna
sjóði — að styrkja líknarstofnanir og menningarmál.
Ég veit ekki hversu marga sjóði þú stofnaðir, Baldur Freyr,
Syo að nafnið þitt mætti lifa sjálfan þig, en þeir voru margir.
f*ú kássaðist með peningana þína upp á Pétur og Pál, ef svo
yoætti segja, arkaðir inn á stjórnardeildir ráðuneytanna, vís-
mdalegar rannsóknarstofur, listahallir og trúboðsstöðvar með
Sjafabréf upp á Baldurs Freys legöt og stípendium, af smekk-
leysi þess manns, sem skiptir sér af því sem honum kemur
ekki við, og treður sér inn þangað sem honum er ekki boðið,
°g kveður sér hljóðs um það málefni sem hann hefur ekki vit