Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1958, Page 14

Eimreiðin - 01.04.1958, Page 14
86 EIMREIÐIN á. Það var þetta sem þú gerðir, Baldur Freyr, til þess að þér yrði þakkað og að þín yrði minnzt. Árangurinn? — Jú, ég man eftir þessum smáklausum, sem blöðin voru að birta við og við um stuðning þinn við menn- inguna. Venjulega voru þær á öftustu síðu, eindálka, stund- um fylgdi mynd af þér, en þó merkilega sjaldan, — einu sinni kom myndin daginn eftir að fréttaklausan birtist, og vangá prentarans kennt um þessi mistök, sem þú varst beðinn velvirðingar á. Yfirleitt virtist einhver hirðuleysisblær á þjón- ustu blaðanna við þig, Baldur Freyr, eins og þau skorti æski- legan skilning á sérkennilegri menningarást þinni, en þú huggaðir þig jafnan við að þetta ætti eftir að lagast, — sá dag- ur kæmi að hún yrði metin að verðleikum. Um skeið munt þú hafa talið sjötugsafmælið líklegastan skiladag þér til handa, að þann dag kvittaði þjóðin loks refja- laust fyrir mótteknar velgjörðir þínar, en að honum sleppt' um var það dánardagur þinn eða greftrunar, sem þú treystir á, þegar ég kynntist þér fyrst varstu hættur að eygja frægð þína öðruvísi en sem fagurt hillingaland hinum megin við dauða og gröf. Það var ekki laust við að þetta viðhorf stækkaði þig, gæddi persónu þína harmrænni reisn, — andblær tragidíunnar lék um þig, Baldur Freyr, síðasta árið sem þú lifðir. Já, ég var farinn að trúa með þér á þessa leiksýningu, einkum síðasta þáttinn, — að þú mundir slá í gegn með honum. Og lái xner hver sem vill. Hvernig átti mér að detta í hug að forsetinn stæli frá þér lokaatriðinu, gereyðilegði þig, vinur, svo ekkert gat lengur borgið þér? Þegar látið hans fréttist um miðjan dag, þá varst þú enn lifandi, þú skildir ekki við fyrr en u® kvöldið, og urn það leytið voru allir ritstjórar þjóðarinnar búnir að ráðstafa meginrúmi blaða sinna fyrir næsta dag og raunar marga næstu daga undir fréttir, ritgerðir og myndir af hinum látna þjóðhöfðingja, svo að þessar smáklausur um þinn viðskilnað urðu að þoka út á yztu skækla blaðanna, la við þær væru yfirprentaðar með forsetanum, og enginn sem veitti þeim athygli. Ó, þú, Baldur Freyr, mér rann þetta næstum til rifja, a® þú skyldir ekki deyja einum degi fyrr, þá hefðir þú bjargazt-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.