Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1958, Síða 16

Eimreiðin - 01.04.1958, Síða 16
88 EIMREIÐIN Klukkan er að verða tíu. Ég hef lokið öllum undirbúningi og get lagt netin hvenær sem er. En ég tel vafasamt, að það borgi sig að leggja netin, af ástæðum, sem ég hef áður nefnt. Að minnsta kosti vil ég ekki leggja þau fyrr en áin er hastt að vaxa, og þá aðeins eitt eða tvö, sem ég er ekki hræddur um að skemmist til muna. Það er komið logn. Ég geng eftir regnvotum árbakkan- um, klæddur vatnsheldum hlífðarfötum og með sjóhatt á höfði. Ég ætla að bíða þar til klukkan er orðin tólf og sjá hvernig áin verður þá. Aldrei hefur mér dottið í hug, að mér muni leiðast þarna, það er svo margt, sem ég get athugað. Fuglana, blómin, skor- dýrin, skýjafarið og vatnavöxtinn. Ef mér ætlar að verða kalt, æfi ég mig í hundrað metra hlaupi. Það er hitandi í þessurn þunga búningi. Svo get ég líka stokkið langstökk. Straumandir eru á ánni. Straumöndin, sem sumir kalla brimdúfu, er forkostulegur fugl. Hæglátur, skrautlegur og spakur. Venjulega eru aðeins ein hjón saman á þessum tíma vors. Þau koma syndandi upp ána. Synda með landinu og fljúga svo smáspotta þess á milli. Það er svo gaman að at- huga þessa hljóðlátu og fagurbúnu fugla. Öndin er þó enn hljóðlátari og eins og hún beri þögnina með sér. Enda þarf hún bráðum að fara í felur og hugsa um eggin sín. Ég er vanur að tala við straumandirnar. Það hefur marga kosti. Ekki taka þær fram í fyrir mér. Eða pexa við mig. Ekki snúa þær út úr fyrir mér, eða setja á sig merkissvip og ólund- ar, þó að ég lesi þeim Ijóðin mín. Þær eru eins og guð gerði þær, góðar, hæglátar og flytja með sér fegurð og unað, hvar sem þær fara. Þær eru böm dalanna og hinna straumtasi'u vatna. í tuttugu ár voru straumandirnar félagar mínir frá þv| snemma á vorin og þar til þær hurfu til varpstöðvanna. Aldrel sá ég neitt annað en fegurð í fari þeirra. Ég hélt að söm11 fuglarnir kæmu ár eftir ár. Það eru engar ýkjur, þó að eS segi svo. Því að sum hjónin voru svo undarlega spök við rmg- Þær sátu oft hjá stóra steininum við Klapparlögnina. Stund- um sátu þær kyrrar, þó að ég vitjaði um netið og lenti svo bátnum rétt hjá þeim. Ég sá hvernig straumöndin kafaði-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.