Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1958, Síða 17

Eimreiðin - 01.04.1958, Síða 17
EIMREIÐIN 89 Hvernig hún beitti vængjunum í kafinu og reri sér áfram. Það er annars undarlegt, að ég skuli hvergi hafa rekizt á það í bókum, sem ég hef lesið, að straumandir beiti vængjunum, er þær kafa. Skyldi ég hafa gleymt að lesa kaflann þann? Eða hirðir enginn um að segja frá því? Straumandirnar stæðu ekki vel að vígi, er þær kafa á móti stríðum straumum ánna og brimróti sjávarins, ef þær hefðu engar árar til að róa sér áfram með nema fæturna eina. Ég veit, að margar andartegundir, sem þó að mestu leita sér fæðu, þar sem hægt er að ná henni án þess að stinga sér á bólakaf, beita vængjunum, ef þær bregða fyrir sig kaf- sundi. En ég hef aldrei fengið tækifæri til þess að athuga, hvort allar íslenzkar andartegundir gera það. Ég þykist og vita, að sumar andir bregði varla fyrir sig kaf- sundi, nema staddar séu í lífsháska. Þessi orð, er nú hafa verið rituð, eru aðeins mynd af því, hvernig ég varði einverustundum um langt árabil. En nú skal snúið sér að lítilli frásögn, sem ef til vill getur orðið ein- hverjum umhugsunarefni. Allt er máli skiptir ætla ég, að ég muni í höfuðdráttum. Enda hef ég oft rifjað hana upp í huganum á liðnum árum. Orðaröð og annað smávegis breyt- lst, en efnið er það sama: Á þessum árum bjuggu hjónin Hjálmur Þorsteinsson og Steinunn Guðmundsdóttir á Hofstöðum í Stafholtstungum. Átti Hjálmar næstu net við mín, en ég veiddi í Hvítárveiðum Stafholts. Er ég nú gekk eftir árbakkanum, sá ég Hjálm koma og stefna til mín. Gekk ég á móti honum, og að kveðjum lokn- um, tókum við tal saman. Vissulega ræddum við um lax- veiðina og það, sem henni kom við. Kom okkur saman um, að mesta óráð væri að leggja netin í þessu stórflóði, og þó enn vafasamara að gera það á meðan áin væri enn að vaxa. Hjálmur bauð mér að koma heim með sér, og þáði ég það. En áður en við fórum frá ánni, settum við merki við vatns- borðið, svo að við sæjum með vissu, hvort áin væri enn að vaxa, er við kæmum aftur. Bærinn á Hofstöðum var torfbær. Og Hjálmur minnti mig á. að faðir minn hefði tvisvar orðið að gera holskurði í torf-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.