Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1958, Page 25

Eimreiðin - 01.04.1958, Page 25
EIMREIÐIN 97 kertin, sem loguðu kringum hvítt rúmið í þessari loftháu, glæsilegu stofu. Nunna sat hjá kertunum. Andlit hennar var dökkt og frumstætt undir hvítri hettunni, þegar hún leit upp l|r bænabók sinni. Þá stóð hún á fætur, sterkleg kona, og hneigði sig lítið eitt, og Matthías varð var við dökkar, mjúkar hendur, sem fitluðu við svart talnaband við efnismikið, blátt silkið á barmi hennar. Systurnar þrjár hópuðust þögular, en flaksandi og mjög kvenlegar og bosmamiklar í svörtum silkipilsunum að höfða- ldgi rúmsins. Abbadísin hallaði sér fram, og með ítrustu var- íærni lyfti hún hvítri línblæjunni af stirðnuðu andlitinu. Matthías leit hina fögru dauðakyrrð á andliti konu sinnar, °g samstundis hrærðist eitthvað hlátri líkt innra með honum. Hann kurraði dálítið, og sérkennilegt bros færðist yfir andlit í'ans. Bjarminn af kertaljósunum bærðist heitur og flöktandi, b'kt og frá jólatré, og í bjarmanum stóðu nunnurnar þrjár og borfðu á hann þungum vorkunnaraugum undan hettuföld- unum. Þær voru eins og spegill. Sex augu urðu allt í einu bálítið óttaslegin, breyttust svo, urðu óákveðin og loks undr- andi. Og yfir andlitin á þessum nunnum, sem varnarlaus blÖstu við honum í kertaljósinu, tók að færast undarlegt, osjálfrátt bros. Yfir þessi þrjú andlit færðist sama brosið með Syo ólíkum hætti, eins og þrjú leyndardómsfull blóm opnuðu brónur sínar. í andliti fölu, ungu nunnunnar var næstum ^ársauki, lítið eitt blandinn hrekkjakæti. En hið dökka Mið- jarðarhafsandlit gæzlusysturinnar, þroskaðrar, jafnbrýndrar b°nu, hrukkaðist í heiðnu brosi, hæglátu, óendanlega dular- ‘rdlu í forneskjulegri kímni. Þetta var bros Etruscans, leynd- aidómsfullt og óskammfeilið, og við því var ekkert svar. Abbadísin, sem hafði stórgert andlit, dálítið líkt Matthíasi s)álfum, reyndi mjög að verjast brosi, en hann hélt gráglett- juni hökunni upplyftri móti henni, og hún laut höfði eftir :>ví sem brosið breikkaði, breikkaði og breiddist yfir andlit oennar. Allt í einu bar unga, föla nunnan ermina fyrir andlit sér, Aami hennar skalf. Abbadísin lagði arminn yfir herðar stúlk- lluni og tautaði með ítalskri tilfinningasemi: „Vesalingurinn

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.