Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1958, Page 26

Eimreiðin - 01.04.1958, Page 26
98 EIMREIÐIN litlil Gráttu þá, vesalingurinn litli!“ En skríkjurnar voru þarna ennþá undir geðshræringunni. Sterklega, dökka systir- in stóð sem fyrr, hélt dauðahaldi í svart talnabandið, en kyrr- látt brosið hreyfðist ekki. Matthías sneri sér allt í einu að rúminu til þess að vita, hvort dauð konan hans hefði veitt honum athygli. Það var ótti í þessari hreyfingu. Ophelia lá svo lagleg og hrífandi með litla dauða nefstrýt- una upp í loftið, og litla, þrjózka barnsandlitið hennar var frosið í eilífa þrjózku. Brosið hvarf af Matthíasi, og ægilegur þjáningasvipur kom í staðinn. Hann grét ekki, hann starðt bara utan við sig. Það mátti aðeins lesa á andliti hans skýr- um stöfum: Ég vissi, að þetta píslarvætti væri mér ætlað! Hún var svo lagleg, svo barnsleg, svo dugleg, svo þrjózk, svo þreytt, — og svo dauð! Hann var alveg utan við sig yfif öllu þessu. Þau höfðu verið gift í tíu ár. Sjálfur hafði hann ekki verið fullkominn, — nei, nei, engan veginn! En Ophelia hafði alU* af viljað fara sínu fram. Hún hafði elskað hann og orðið þrjózk og skilið við hann, orðið óþreyjufull eða fyrirlitið hann eða orðið reið, tólf sinnum, og tólf sinnum hafði hún komið til hans aftur. Þau áttu engin börn. Og hann hafði alltaf sárþráð börn- Hann var ákaflega hryggur. Nú mundi hún aldrei koma til hans aftur. Þetta var þrett- ánda skiptið, og hún var horfin að eilífu. En var hún það? Um leið og hann hugsaði þetta, fann hann hana kitla sig einhvers staðar í síðuna til þess að fá hann til að brosa. Hann engdist dálítið við, og reiðigretta kom a andlit hans. Hann ætlaði ekki að brosa! Hann klemmdi sam- an meitlaða kjálkana og lét skína í stórar tennurnar, þegar hann horfði niður á þessa óendanlega ertnu, dauðn konu. „Byrjuð aftur!“ vildi hann segja við hana, eins og maðurinn í sögu Dickens. Sjálfur hafði hann ekki verið fullkominn. Hann ætlaði a^ hugsa um sinn eigin ófullkomleika. Hann sneri sér skyndilega að konunum þremur, sem höfðu

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.