Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1958, Page 27

Eimreiðin - 01.04.1958, Page 27
EIMREIÐIN 99 þokazt fjær, bak við kertin, og svifu nú með hvítar hettumar niilli hans og tómsins. Hann glápti á þær og táði tanna. „Mín sökl Mín sök!“ urraði hann. „Macché!" hrópaði abbadísin skelfingu lostin, og hendur hennar leystust sundur, síðan saman aftur inn í ermaskjólin eins og fuglar, sem hreiðra sig tveir saman. Matthías rak undir sig höfuðið og skimaði í kringum sig, tdbúinn að taka undir sig stökk. Baka til raulaði abbadísin i'aðirvorið í hálfum hljóðum, og tölumar glömruðu á talna- handinu. Föla, unga systirin hörfaði lengra til baka. En svört augu sterklegu, dökkfeldu systurinnar leiftruðu við honum eins og síglettnar stjömur, og hann fann brosið kitla sig í síð- una aftur. „Sjáið þið,“ sagði hann við konumar í aðfinnslutón, „ég er í ógnarlegu uppnámi. Það er bezt fyrir mig að fara.“ Þær sveimuðu um í töfrandi óvissu. Hann tók stjórann í att til dyranna. En um leið og hann fór, byrjaði brosið að ferast yfir andlit hans, og sterklega systirin greip það með hornauga, þessu svarta auga með eilífðarbrosinu. Og hann °skaði með sjálfum sér, að hann gæti haldið báðum þessum tjómamjúku höndum, sem lágu saman eins og paraðir fuglar, " haldið þeim í lostasælu. En hann heimtaði að dvelja við sinn eigin ófullkomleika. ”Mín sök!‘, vældi hann við sjálfan sig. Og jafnvel meðan hann emjaði þetta, fann hann, að einhver kitlaði hann í síðuna og Sagði við hann: „Brostu!“ Konurnar þrjár, sem eftir vom í háreistri stofunni, horfðu Ever á aðra og fórnuðu höndunum andartak, eins og sex fugl- ar fljúgi skyndilega út úr laufþykkni og setjist svo aftur. >»Veslingurinn!“ sagði abbadísin samúðarfull. >>Já, já, veslingurinn!" hrópaði unga systirin skrækróma í etofeldnislegri fljótfærni. »Giá!“ sagði dökkfelda systirin. Abbadísin gekk hljóðlega að sænginni og beygði sig yfir aildlit hinnar látnu. »Hún sýnist vita af þessu, veslingurinn!" sagði hún í hálf- Unr hljóðum. „Haldið þið það ekki?“ Þrír hvítir faldar hölluðust saman. Og í fyrsta sinn sáu þær

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.