Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1958, Síða 56

Eimreiðin - 01.04.1958, Síða 56
128 EIMREIÐIN næstur bær fjallveginum, en er nú í eyði. Ekki var heldur um skeið búið á Ljótarstöðum, en nú er Sigurður Sverrisson úr Álftaveri fluttur þangað og er tekinn að græða upp mold- irnar út frá bænum, en þarna er víða talsverður uppblástur í heiðinni. Er jarðvegur þykkur og gilskorur djúpar. Þornar landið um of á milli þeirra og tekur að blása, en í kring er kjarnmikill þurrlendisgróður og ilman úr jörðu. Oft hafa nærliggjandi eldfjöll varpað ógn og dauða yfir þessi gróður- sælu heiðarlönd, og ekki þótti Eggerti Óafssyni búsældarlegt á Ljótarstöðum eftir Kötlugosið 1755, þegar tveggja feta þykkt öskulag þakti allt sléttlendi og þær sjö hræður, sem á bænum bjuggu, höfðu ekkert sér til viðurværis seinni hluta sumars, nema nytina úr tveimur hálfgeldum kúm og hvanna- rætur. Frá Ljótarstöðum fylgdi Ásgeir, sonur Sigurðar bónda, okkur á leið. Við héldum austan giljanna norður af bænum og þræddum kambana upp eftir heiðinni allt norður fyrir Tjaldgilsháls. Er það lengri leið en jafnlendari heldur en þegar farið er yfir gilin. Þegar kemur upp á heiðarbrúnina, blasir við hið fegursta útsýni, og fengum við nú bætta þa fjallasýn, sem við söknuðum á Herðubreiðarhálsi. Hið næsta lágu mosagrænar heiðar og undirlendi Skaftártungu. í norð- austri sást móta fyrir Vatnajökli, og suður af Síðunni teygðu síg hraun og svartir sandar allt í sjó fram. Á Mýrdalssandi sást hilla undir Hjörleifshöfða og Hafursey, en nokkru nær Atley og Rjúpnafell. Undir sólu að sjá glampaði á Mýrdals- jökul, heiðan og kláran, með Kötlu ósköp yfirlætislausri undir fannahjarni í austurbrúnum. Sunnarlega við jökul' jaðarinn mátti greina Sandfell í fjarska, en nær heiðinni nsU Kerlingahnúkar og Einhymingur, hömrum girtur að norðan, með Öldufell og Axlir að baki. Austan allra þessara fjalla rennur Hólmsá, sem skilur afrétti Skaftártungumanna °S Rangvellinga. Er talið, að hún geti oft orðið illur farartálmþ en að þessu sinni lét hún lítið yfir sér. Er ágætt vað á ánni norðan Brytalækja. Er þá komið að ánni ofan af heiðinn1 niður allbratta hlíð, þar sem enn má sjá sprek og spýtnabro1 úr varnargirðingu, er eitt sinn var reist á þessum slóðum- Handan Hólmsár tekur við sandi orpið og mosavaxið hraun-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.